nóttin er alltaf ung á óðinsgötunni...

Tuesday, January 04, 2005

Annáll 2004

Fluttum inn 1 september 2004 og ákváðum núna að byrja að blogga um okkar heimilislíf úr því að Lubban er að byrja í skóla og þurfti að kaupa sér tölvuling. Ýmislegt hefur gerst á óðinsgötunni og hefur lífið þar verið með eindæmum skemmtilegt. Hérna í þessum pistli verður stiklað á stóru. Fyrstu næturnar einkenndust af martröðum og var vaknað upp í svitakófi við ímyndaðan draugagang. Fyllibyttan sem bjó þarna á undan okkur hefur skilið eftir sig einhvern ólyfjan og var það svælt út með reykelsum og kertaljósi. Nú sofa allir vel á Óðinsgötunni við, vinir og vandamenn. Einkennilegt þykir manni þó að eitthvað vont og hræðilegt hefði getað búið á milli veggjanna í litla húsinu okkar því það er sérdeilis vinalegt. Eins og svissneskur alpakofi. Og við höfum líka sjálfar blómstrað af góðvild og gestrisni. Í vetur t.d. tókum við ungan bandarískan dreng að okkur, hann Kyle. Hann var ljúfur og kátur piltur. Hann gaf okkur voðalega fína viskíflösku, fór með okkur á bjórkvöld, á gullfoss og geysi... "We fought you fockers in the war"!!!!! var línan sem var endurtekin í sífellu og alltaf var hlegið jafn mikið. Hann snéri heim til Kaliforníu eftir mánaðardvöl en kemur kannski aftur. Annað sem hlegið var mikið af: Erótísku dansarnir hans Elvars, eru samt í raun kall á hjálp...Sú staðreynd að Lubban naut ekki meiri karlhylli þrátt fyrir að hafa verið á plakötum um allan bæ og litað hárið á sér ljóst...Þegar húsið angaði af svitalykt þegar "einn góður" var dreginn í eftirparty... eftirpartyið þegar löngun í áfengi var það mikil að fjórmenningarnir í því fundu gleði í því að drekka hóstasaft og svefndropa,gleðin sú var skammvinn skal engan undra... Þegar Hanna kom með ógeðslega pólska vodkan með stráinu og allir sem fengu sér gúllara gubbuðu í ruslafötuna, einnig var gubbað þegar hún var þrifin... Þegar Elli ætlaði að vera kúl og gleypa sígarettu sem leystist upp í munninum á honum endaði á því að hann þurfti að gleypa eigin ælu... "Hjálmarsöngvarinn" sem hafði 5 mínútur til að drulla sér út eftir að upp komst að hann var bara einhver gaur í hermannajakkka með gleraugu... Þegar Eva teygaði í slysni heilan bolla af nautral uppþvottalaugi... Make out roomið er búið að standa fyrir sínu, íbúar Óðinsgötu voru fjarri góðu gamni í þau skiptin.... Matareitrunin sem Lubban og Arna nældu sér í sakleysislegri þynnku á skítabúllu...Eva slapp með smá niðurgang...Lubban og Arna tældu gaura með þeirri staðreynd að lesbía byggi í húsinu, ótrúlegt en satt virkaði það...Þegar önnur sturtan myglar með þeim afleiðingum að húsið angar af skítafýlu allra Þingholtsbúa...Það að Eva skyldi hafa baðað sig í umræddi sturtu sæl og glöð er óskiljanlegt...Þegar Lubban nennti ekki að bíða í röð og kom til baka í rifnum fötum með blóðugt bak eftir gaddavírinn sem umkringir sirkús...Kveðjupartý Magga sem vissi ekki neitt...kökur, myndir í mannsstærð... oh farð'ekki út norwegian dude...gluggaprikið/símonsleggjan...post endaþarms maka útferðin sem fannst á gólfinu magga,lubbu og elvari til mikilliar skelfngar en daginn eftir kom hið sanna í ljós ostapastasósa! Árið var endað með frábæru grímupartýi Þar sem ýmiskonar fólk kom saman, setjum kannski inn myndir seinna... Þetta var svona það minnisstæðasta af mörgu sem gerðist 2004 þar til seinna. Arna, Eva og Lubba

1 Comments:

At 4:24 AM, Blogger Laufey said...

sjá í myndum post endaþarms maka útferðina.

 

Post a Comment

<< Home