nóttin er alltaf ung á óðinsgötunni...

Wednesday, January 05, 2005

óboðinn gestur

eftir einn poppunkt á óðinsgötunni þar sem lubba og arna rústuðu liðinu var klukkan bara ellefu, og þar sem maður hefur ekkert að gera í jólafríinu og sefur til eitt alla daga var ákveðið að skella sér á eina góða á aðalvideoleigunni. Lubban og Maggi urðu eftir heima að taka til. Þegar Maggi hafði týjað sig til brottfarar og opnaði útidyrnar stóð þar drukkinn risi sem vantaði svefnstað. Risinn gekk rakleiðis inn í fangið á Lubbunni, Maggi bjó sig undir átök og það eina sem kom í huga Lubbunnar var eldhúshnífurinn í skúfunni. Sökum ölvunar risans tókst teyminu að mjaka honum út þar sem hann stóð móður og másandi nokkra stund. Lubban kallaði á lögguna sem kom þó ekki fyrr en risinn var á bak og burt. Á sama tíma var Arna að skófla nammi í poka og Evurnar að leita að spólu. Lítið vissu þær að við heimkomu í myrkrinu biði þeirra óvættur í garðinum. Hefði ekki verið fyrir snarlegheit Lubbunnar að hringja í þær og vara þær við hefði kvöldið geta endað illa. Þegar heim var komið var allt með kyrrum kjörum. Evurnar stungu því af með spóluna, hverjum var svo sem ekki drullusama...:) Við hin horfðum á twin peaks sem Eva keypti í Belgíu. bless í bili Arna og Lubba

0 Comments:

Post a Comment

<< Home