nóttin er alltaf ung á óðinsgötunni...

Wednesday, January 19, 2005

JA HÉRNA HÉR!

Er setning sem kemur upp í hugann þegar hugsað er til atburða síðustu helgar. Fólk er svona að skríða saman og koma sér niðrá jörðina eftir mikið flug, andlegt og líkamlegt. Hæðir og lægðir.
Bjórkvöld og bararölt sem átti að vera sakleysisleg upplyfting í skammdeginu... já ja hérna hér!
Eftir sitja ýmsir með blendnar tilfinningar hlátur og grátur jafnvel, var fullt tungl eða?? Fullt fólk kannski frekar er hvíslað yfir öxlina á manni. Sálartetur okkar þola ekki svona trekk í trekk þá föllum við saman allar sem ein, já og fuðrum upp bara. Stundum spyr maður sig hvaða fólk þetta sé eiginlega sem býr og lætur sjá sig á Óðinsgötunni. Til hughreystingar drógum við Óðinsgötubúar kærleiksmiða úr kramhúsinu á speglinum. Þetta voru svörin.
Arna: "you can handle it"
Lubba: "think positive"
Eva: "let your inner child come out"
Takk fyrir það, kemur sér vel.
Við hlökkum til rólegrar helgar sem mun einkennast af öryggi í stað öryggisleysis. Mikið hangs í "chill out roominu" og þegar spólan er búinn mun Willie Nelson syngja okkur í svefn og við tökum flug í draumalandinu. Miklu öruggara, þá getum við vaknað þegar við viljum. :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home