endurkoma og endalok..
já mikið er yndislegt að eiga endurkvæmt í óðinskofann. Eva kemur aftur heim eftir u.þ.b. sjótta uppgjörið með Evu sinni. Verð þó að segja að ég held að lesbísminn hafi tútnað út á heimilinu í minni fjarveru. Því nú líður mér eins og ég sé að koma heim í fang sælla elskenda til margra ára. Í gær sátu þær í baðstofunni og önnur saumaði með nál og tvinna og hin handþeytti rjómadreytil fyrir þær í kvöldskimunni, undir raulaði svo angurvær kántryhljómur. Þegar þær fá sér kríu saman eftir hádegisverð á daginn í sama herberginu, í fjagra herbergja gistiheimilinu og önnur vekjur svo hina með ilmandi kanilsnúðum...
Húsið titrar af kærleik. Ótrúlega gott og frískandi að koma í andrúmsloft þetta í sambandsslitum. Sérlega ef maður hefur fengið dramaskammt fyrir heilt sjávarþorp og fellur tár ef elliær hundur er tryggur húsbónda sínum. Þá eru endalok öll sérlega grátvæn, þar á meðal sambandsslit þó Evurnar séu sannarlega búnar að hanna sinn stíl í sambandsslitum. Við Eva ættum kannski að halda námskeið ,,Huggið hvor aðra og byrjið aftur saman eftir 10 daga, gerið þetta sex sinnum og þá mun vináttan taka völdin" Hafið það að sið að fara saman í bröns daginn eftir, í mötuneyti landspítalans með bakpoka, bólgnar í framan og syngja ,,Hobo's lollaby" (.."let the town drift slowly by, do not worry about tomorrow let tomorrow come and go") Og þið sjáið fenginn í viðkomandi manneskju í líf ykkar og hvernig hann rís yfir mikilvægi þess hvers eðlis tengslin eru..
Eins og Amish vinsbíurnar tvær á Oðinsgötu sanna er ástin ekki endilega aðeins milli tveggja einstaklinga sem eru í ástarsambandi...
Eva Rún.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home