nóttin er alltaf ung á óðinsgötunni...

Friday, February 24, 2006

Onella

Júhu við kítum aðeins út í gær og hittum ansi skemmtilegt fólk, Laufey kannski skellir inn myndum seinna, en allavegana við hittum þennan líka svakalega móturhjólatöffara sem er meðlimur í mideval félagi, ekki bara það heldur er hann líka fyrrverandi Malasíu survivor kappi, ég spurði hann af hverju honum var hent af eyjunni og sagði hann ástæðuna hafa verið að hann var of sterkur, og allir aðrir óttuðust hann af því hann var sá eini sem gat kveikt eld... já hann semsagt var nýkominn úr partyi þar sem enginn annar en Matti Nykänen var að spila, hann sýndi okkur myndir af Matti og sagðist geta arrangerað fundi fyrir okkur, ef við hefðum áhuga á að hitta Matti... "yes I'm a friend of his,don't like him too much, he has a problem with the knife you know..." Jább vorum búnar að heyra aðeins af því. Svo var líka þarna einn af hinum svokölluðu finnsku Dalton bræðrum, þeir eru 5 eða eitthvað og allir í jailinu nema þessi eini, og hann var að hössla einhverja Big brother gellu sem var svoldið stressuð yfir því að Laufey væri að taka myndir...
Enn og aftur þá klikkaði djöfulsins lyklakortið mitt í gær, og ég hefði frosnað til dauða ef ekki væri fyrir Mariu herbergisfélagann minn sem kom og opnaði fyrir mér, ég bara skil þetta ekki það hefur ENGINN lent í þessu hérna en ég er búinn að lenda í þessu 4 sinnum, hvernig væri bara að nota venjulega lykla, ekki eitthvað djöfulsins kort!! Úff ég er farinn á subway, hey Laufey settu inn myndir...
Arna Björg

0 Comments:

Post a Comment

<< Home