Matti Nykänen!!
Þetta er hann Matti Nykänen, hann er víst aðal djókið hérna í Finnlandi svipað og Ástþór eða eitthvað. Hann byrjaði ferilinn sinn sem skíðastökkvari þegar hann var 18 ára og var nokkurskonar undrabarn vann heimsmeistaratitla og guð veit hvað, hefur víst aldrei komið fram annar eins skíðastökkvari, en núna er hann bara einn allsherjar Luuseri eins og sagt er hér. Það kom víst uppúr krafsinu að á meðan hann var stökkvandi fyrir finnska landsliðið var hann alltaf blindfullur og á endanum var hann látinn hætta. Mamma hans er umboðsmaðurinn hans og sá hún sig knúna til að gera eitthvað fyrir stráksa sinn og startaði því tónlistarferli fyrir hann. Hljómsveitinn hans hét Samurai og söng eitthvað glatað drasl um skíðastökk og ömurlegheit, nema það að Matti er víst hæfileikalaus og laglaus og náttúrulega fyllibytta, það er mörgum Finnum minnisstætt þegar Matti steig fyrst á svið í einhverju Casino hér í bæ, hann greyið hélt að fólk væri komið til að heyra hann syngja, en nei nei þá var mamma gamla búin að selja strákinn í stripp, svo er Matti í beinni útsendingu að syngja í míkrafónin þegar eldheitur strippari kemur til hans á sviðið og fer að nugga sér upp við hann og klæða hann úr buxunum... Matti greyið gat víst ekki leynt undrun sinni og fer að grenja þarna fyrir framan alþjóð að reyna að hysja upp um sig buxurnar... En þetta varð engu að síður byrjun á strippferli hjá Matti... Svo í einhverju ölæðinu þá stingur Matti vin sinn með hníf og er stungið í steininn, daginn eftir að hann kemur úr jailinu þá stingur hann þáverandi konu sína með hníf og svo vin sinn með gaffli á veitingastað... Svo í örvæntingu til að eignast peninga þá kemur hann í sjónvarpið með verðlaunapeningana sína og segir að safn í Sviss sé búið að bjóða í peningana sína en þar sem hann sé finnskur að þá finnist honum rétt að finnska þjóðin kaupi af honum peningana fyrir 100.000.000 finnsk mörk, svo peningarnir hans geti verið "heima" en ekki í Sviss, hann semsagt startar þjóðarsöfnun en ekkert kemur úr því og á endanum neyðist hann að gefa þá frá sér og fær skitinn 1000 finnsk mörk fyrir. Það eru víst vikulegar fréttir af matti hérna í blöðunum, sögur af fylleríisruglinu hans. Þáverandi kona hans frétti það fyrst í slúðurblöðum að Matti væri búin að yfirgefa hana og giftast eistneskri hóru sem hann hafði átt í sambandi við á netinu... Það vierðast ekki vera nein takmörk fyrir því hversu pathetic þessi greyið maður getur verið... En bara svona sem ráð, að ef þið eruð einhverntíman stödd í Finnlandi með Finnum og það er vandræðaleg þögn þá spyrjið þið bara "So hey what is about this Matti Nykänen dude". Þá er sem skrúfað sé frá krana... Það er víst mikið af skrítnum selebum hérna, ég ætla að verða mér úti um fleiri sögur. P.s Það er víst búið að gera mynd um Matti, og heitir hún "Matti" Myndin sýnir hann samt skárri en hann er í rauninni, mér er sagt að það sé gert af því hann er ennþá lifandi... En hugulsamt...
Arna Björg
4 Comments:
Haha, snilld, svona er ekki hægt að semja! Meira svona endilega.
Er þetta ekki bara hliðstæða Leoncie eða eitthvað?
hliðstæðan hérna við Leoncie væri örugglega súpergrúppan "secret lovers" einhverjar gellur sem kunna ekki neitt en eru bara mixaðar til eins og Milli vanilli eða eitthvað, urðu frægar fyrir að ljúga til um ástarsambönd við fræga menn. Ég sá diskinn um daginn hélt að það væri eldheit lesbísk DVD klámmynd...
ahahhaahhahahah.....
Post a Comment
<< Home