No end to the COOLNESS
Þetta kuldakast hérna ætlar engan endi að taka!! Það er búið að vera um og yfir -20 gráður hérna síðan á fimmtudaginn, þetta er komið gott segi ég, annars tala Finnarnir um það að þetta sé ekki eðlilegt, skipasiglingar og lestarferðir liggja meira að segja niðri sem er ekki algengt hérna. Við Laufey kíktum á hokkíleik í gær, bekkjarbróðir hennar er í marki og var að keppa, hann var svo vinalegur að hann sótti okkur á bíl og skutlaði okkur á staðinn. Við hefðum hvort sem er aldrei fundið þessa höll, hún er í einhverju úthverfi sem er inní í skógi eða eitthvað, þegar við vorum að keyra þarna um í snæviþökktum skóginum þá segir Finninn "now girls I´m gonna take you deep into the forest and shoot you" Það var svo ógeðslega fyndið!!! Af því við vissum ekki skít hvar við vorum. En kuldinn þarna í skóginum var ÓBÆRILEGUR það er víst kaldara inni í skóginum en í bænum... Já svo heyrði ég sögur af tveimur skrítnum listamönnum hérna annar tók upp video af sjálfum sér þar sem hann var að drepa köttinn sinn og reið svo kattarlíkinu... Fuckt up shitt segi ég nú bara, þetta átti víst að vera einhver ádeila eða eitthvað þvíumlíkt á frasann að allt sé leyfilegt í listum. Svo var það annar sem safnaði öllum líkamsvessum frá sér sem hann náði til, kúkur, piss, sæði, blóð... og setti þetta allt í blandara, svo á opnuninni þá skvetti hann þessari manndrullu út um allt. Ojbarasta, en jæja ég er farin að þvo, kannski Laufey skelli inn myndum af hokkíferðinni þegar hún fær þær.
Arna Björg
2 Comments:
ojjjj barasta
kukalabbar!!
Slóð á myndbandið: http://www.kvikmynd.is/indexdetail.asp?id=587
jaaa finnar kunna sko greinilega að dansa
Post a Comment
<< Home