nóttin er alltaf ung á óðinsgötunni...

Sunday, January 29, 2006

Uksi kuksi puksi

Jæja við fórum í fyrsta Kamppi partyið okkar á laugardaginn, það eru hressir latínó gaurar sem búa hérna á annari hæð sem settu boðsmiða í lyftuna, allavegana það stóð að maður ætti að koma með sitt eigið áfengi og eitthvað þannig við fórum og keyptum okkur eitthvað ginbland sem við drukkum hérna hjá mér, þegar flaskan var næstum búin, smá botnfylli eftir, ákváðum við að kíkja í þetta party, það var nú frekar vandræðalegt, enginn mættur bara ég, laufey og hressu gaurarnir, tveir af þeim eru frá Mexico og búa víst nálægt bænum sem Hanna er í og við spjölluðum eitthvað um það, allavegana einn fransmaðurinn sér flöskuna okkar með botnfyllinu og tekur hana af Laufey, við höldum náttúrulega að hann ætli að setja hana í ískápinn eða eitthvað en nei þá heldur hann að við séum að koma með hana sem gjöf, þetta var svo bjánalegt að við gátum ekki leiðrétt neitt þannig núna erum við nísku íslendingastelpurnar sem gefum flösku með botnfylli af ógeðslegu ginsulli, þannig við ákváðum bara að láta okkur hverfa, kíktum niðrí bæ, en af því að allt lokaði svo snemma þá drógum við 2 Finna með okkur til að fara í eftirparty á annari hæðinni, þessi party eru víst í fullu fjöri fram undir morgun, allavegana við báðum Finnana að þykjast vera skiptinemar, og þeir spiluðu með annar var frá Englandi og hinn frá Noregi. Löggan hafði víst stoppað partyið mikla þannig núna var bara smá glens í einni íbúðinni, nokkrir mexikanar og spánverjar, við tvær og Finnarnir, það var samt stuð. Einn Mexíkóinn var heldur betur heitur fyrir Lubbunni og skenkti henni ískyggilega mikið af tequila, og eins og við var að búast var Lubban orðin heldur betur tilkippileg eftir sirka 10 staup, ég heppilega sá hvert stefndi og greip inní og sagði við Lubbuna að partyið væri búið og við skyldum fara heim til mín á hæðina fyrir ofan. Gunes frá Tyrklandi fylgdi okkur alla leið vildi sjá til þess að við kæmumst heilar heim, það var samt ekki þörf á því þar sem þetta var bara lyftuferð, en svona eru herramennirnir víst, hann fylgdi okkur heim að dyrum og vippaði svo Lubbunni uppá bak og bar hana inn í rúm... Veit ekki alveg af hverju hann gerði það en hey Laufey hefur allavegana verið borin yfir þröskuldinn...kannski ekki af draumaprinsinum en whatever. Svo í dag er nýársdagur samkvæmt kínverska dagatalinu þannig frá klukkan 2 til átta sátum við og elduðum kínverkan mat og borðuðum að sjálfsögðu líka, kjúklingavængi, súpu, dufflings, núðlur með káli, eggjapapriku dæmi eitthvað og svo steiktan kjúkling með gúrku... rosa gott, Laufey skellir kannski inn myndum en jæja ekkert meir í fréttum bless í bili...
Arna Björg

0 Comments:

Post a Comment

<< Home