nóttin er alltaf ung á óðinsgötunni...

Friday, January 27, 2006

Halló halló. Við Laufey fórum á pöbbarölt á miðvikudaginn, en miðvikudagar hér eru eins o gfimmtudagar heima allavegana við byrjuðum á Chaplin bar sem er niðrí miðbæ, ég hafði rekist á hann í leiðangri mínum að leita af mokkajakka fyrir mömmu mína, allavegana Chaplin bar var einnig poolbar eins og svo margir aðrir barir hérna,allavegana það var ekkert alltof skemmtilegt þarna, við sáum þó rússneska dáta í fullum klæðum... en System of a down var ekki að gera sig þannig við ákváðum að fara, við fengum tips frá dyraverðinum um hvert ætti að fara og hvert ekki... Finnarnir eru ekki vitund kaldir eins og maður var búin að heyra isss Íslendingar eru miklu kaldari. Allavegana dyravörðurinn sagði okkur að kikja á Bakers bar eða Base, það var enginn á Bakers þannig við fórum bara á Base... Okkur til mikillar gleði var barþjónninn þar í leðurvesti með leðurkúrekahatt, við héldum jafnvel að við værum komnar í feitt, en nei þetta reyndist vera enn einn Metalica barinn... Þannig við spurðum mannin með kúrekahattinn hvort hann vissi um einhverja kántrý bari eða einvherja sem spila rokk en ekki metal, hann var mjög hjálpsamur, náði að grafa upp einherja staði og skrifaði á blað... Svo sagði hann hvað viljiði heyra og við sögðumst vilja heyra til dæmis Johnny Cash. þá sagði hann "well anything is possible" og slökkti á Metalica og spilaði Johnny það var mjög gaman á meðan það entist. En jæja næst fórum við á Praha og sama sagan Metalica... Hvað er þetta með finnska bari og Metalica??? Allavegana eftir þetta gáfumst við upp við leytina að hinum fullkomna bar þannig á leiðinni heim til mín kíktum við á Corona bar sem við höfum farið á áður, einmitt á leiðinni þangað vorum við að velta því fyrir okkur afhverju við værum ekki búinar að hitta neina Íslendinga hérna en á Corona sáum við kunnulega stelpu og Laufey fór og talaði við hana þá kom uppúr krafsinu að hún kannaðist við okkur líka þá var þetta stelpan sem vann um helgar í Þingholtsbúðinni... Allavegana hún er víst leiklistarnemi og var þarna á Corona bar ásamt bekkjarfélögum sínum frá Íslandi og finnskum leiklistarnemum, við sáum líka finnska gaurinn sem við hittum á Sirkús síðasta sumar og buðum í party... en já við spjölluðum aðeins við þessa stelpu. Fyndin tilviljun allavegana svo fengum við okkur bara sæti og ég var eitthvað "hey Laufey þessi gaur er eldheitur" um gaurinn við hliðina á okkur, en djöfullinn þá var hann íslendingur líka, týpískt allavegana hann sagði síðan "hey stelpur ég er búin að hössla handa ykkur gaura mar!!!" Og hafði þá bent 2 mönnum af barnum að setjast hjá okkur, þeir reyndust vera útvarpsmenn og voru mjög hressir, við síndum þeim miðan sem bargaurinn skrifaði handa okkur og þeir fussuðu bara við honum sögðu að allir þessir staðir væru crap!! Sem við þannig lagað séð vissum... Höldum okkur bara við Corona bar. En laufey er kominn, þarf ekki að drepa tímann lengur... Góða helgi!!
Arna Björg

0 Comments:

Post a Comment

<< Home