nóttin er alltaf ung á óðinsgötunni...

Tuesday, January 17, 2006

Rosa ómerkilegt

jáhá ég var að lesa á mbl.is að hann steingrímur kallinn hafi lent í bílveltu og liggi á gjörgæsludeild, eini maðurinn með viti á þessi alþingi, og allt á kafi í snjó þarna heima og ég las líka um einhverja jarðskjálfta... það er aldeilis stuð í gangi. Annars er líka byrjað að snjóa hérna í Helsinki og farið að verða drullukalt, maður finnur hvernig kuldinn borar sig gegnum skónna manns, maður ætti kannski að reyna að finna sér kuldaskó áður en þetta 16 gráðu frost helvíti skellur á. Svo er varið að tala um að maður fari að byrja í finnsku ég segi já takk við því. Þoli ekki lengur að vera eins og eitthvað retard með hor í nefinu í skólanum, algjörlega uppá bekkjarsystur mínar kominn, þær verða að útskýra fyrir mér allt sem er verið að gera og líka alltaf þegar ég er að spurja þær að einhverju þá misskilja þær spurninguna mína og spurningarnar koma út sem svona hrokapirringur í mér einhver, og ég nenni ekki að standa í að leiðrétta það, en ef þetta heldur svona áfram þá sé ég ekki fram á annað en að þurfa þess áður en þær hætta að nenna að tala við mig. En allavegana ég fór í fyrsta skiptið í mötuneytið í dag, og gef því 10 í einkunn, allur matur kostar 2 evrur og það eru alltaf 3 réttir í boði. Mömmumatur svokallaður, grænmetisréttur og súpa og brauð. Ég fékk mér mömmumatinn, vissi náttúrulega ekkert hvað það var þar sem matseðilinn er á finnsku, en þetta var einhver skrtítinn steiktur fiskur, aðeins of mikið lýsisbragð, mikið af beinum og roði fyrir minn smekk, ég þorði allavegana ekki að borða hann, var eitthvað að reyna að beinhreinsa hann eða eitthvað, en gekk ekki. Svo fórum ég og Laufey líka á pizzastað í blokkinni hennar um daginn, og skildum náttúrulega ekki neitt þar heldur og ákváðum að vera save og panta rock'n'roll pizzu, svo þurfti hún að vera með helvítis rækjuógeði, sem er gott by the way bara ekki á pizzu. mmmmmm pizza með pepparoni, rækjum, papriku og lauk... eitthvað skrítið, já svo líka ætluðum við að kaupa púrrulaukssúðpu til að nota í ídýfu en keyptum aspas súpu í staðinn VIÐBJÓÐSLEGT. Eftir visst tímabil í mínu lífi þá meika ég engann veginn þurrkaðan aspas. Og þessu þurftum við að skola niður með ógeðslegri sojamjólk, ég hélt ég væri að kaupa mangó og epla ávaxtasafa, en nei það var sojamjólk. En jæja nóg um matinn. Ég er bara svöng þess vegna er þetta svona, er að bíða eftir að Laufey klári skólann og komi hingað. ANNNYway hafði það gott. Bæjó

0 Comments:

Post a Comment

<< Home