nóttin er alltaf ung á óðinsgötunni...

Thursday, November 10, 2005

"The Flying fiddler ladies"

Þar sem skammdegisþunglyndið er að kæfa alla hérna á þessu landi höfum ég og Laufey ákveðið að flytja til suður og gerast farands fiðluspilarar, "the flying fiddlin ladies" ætlum við að kalla okkur og eigum svo sannarlega eftir að sigra heiminn. Vera svona kvennkyns útgáfan af John Hartford. Annars er bara spursmál hvenær Motel gellurnar sigra heiminn og þá nennir lubba eflaust ekkert með mér suður, en þá fer ég bara ein, eða stofna hljómsveitina Hotel eins og ég og Eva töluðum um í afmælinu hennar jónínu, en það samstarf verður örugglega jafn langlíft og bókarskrifin um ævintýri Jóns Kakkalakkalús Bergmanns, ha Eva mannstu?? Held samt að dauði Jóns sé frekar mér að kenna heldur en grey Evu... En allavegana það er endalaust hægt að plana hluti sem maður gerir aldrei. Ekkert að því. Annars hefur galaxy vinur okkar Kyle ákveðið að snúa aftur og hefur ekki breyst neitt... Borðar lítið eins og hamstur og er 30 sek á klósettinu... Það er eitthvað dubious við strákinn, dubious á góðan máta þó, mjög svo góðan... Hann og Elvar stefna víst í svaka palla, kannski Elvar sé geimvera líka og þetta sé svona "alien brothers unite" dæmi í gangi??
Æi fokk it ég er hvort sem er að fara til Helsinki með ástmey minni, burt frá "ruglinu" og "djöflabakaríinu"... það verður gott.
P.S hvað er annars málið með alla þessa myspace/internet kærasta sem allir virðast eiga nema ég? Lubba var rétt í þessu að fá mynd af sínum "kærasta" þar sem hann líkist víst pabba hennar ískyggilega mikið... Það ætti nú að vera hægt að gera betur á ALHEIMSNETINU!!! En Laufey er stelpa með skrítnar kenndir, hún verður bara að fara að viðurkenna það fyrir fólki, kannski sjálfri sér fyrst og fremst, það er víst stærsta hindrunin. En jæja rosalega hef ég ekkert að segja, nenni bara ekki að eyða enn einu kvöldinu í saurgerladjöfulsverkefni!
En svona er þetta víst bara.
Og EVA mín ef þú heyrir í mér farðu þá að skrifa eitthvað hérna. PLÍS...!!
Arna Björg

3 Comments:

At 10:09 AM, Anonymous Anonymous said...

hey arna skrýtnar kenndir, varstu ekki að enda við láta mig fá autt glass til að pissa í svo ÞÚ mín kæra gæti skoðað og handfjatlað?
"kommon lubba kommon lubba láttu mig fá pissið þitt" ég lét mér segjast og læt þig fá mitt (mið) morgunpiss á morgun. og hey það er nú bara ein mynd sem hann svipast til pabba míns, en já halifax ástin min jafnast ekki á við neinn.arna þú verður bara að fá þér internet kærasta, halifax ástin min á fleiri vini í halifax, set you up? blind msn date??

 
At 12:48 PM, Anonymous Anonymous said...

já mér finnst þetta mjög furðulegt allt saman, lífið, ástin, kenndir, þvag, símahvarf... skrítin tími árs.

og já laufey þú mátt líka redda mér internet ást þar sem ég er ekki manna né kvenna hæf hér í veruleikanum, á hann ekki einhverjar sætar vinkonur þarna í halifax?

 
At 2:00 AM, Anonymous Anonymous said...

kallari á horni: " fóólk með keeenndir, fólk með keeenndir!-- nornir,saurlífsfólk, kynvillingar og lauslætingaaar......
ég býð upp á fría hengingu úr nýjasta og besta gálganum á Íslandi....1 2 og 3 heitir hann.....losnaðu við allar mannlegaaar keennndiiir og hvaaatir!
nei grín
Björg

 

Post a Comment

<< Home