nóttin er alltaf ung á óðinsgötunni...

Monday, September 26, 2005

Honky tonk angels.

Hvað var Al Pacino eiginlega að pæla þegar hann lék í Simone? Og hversu oft ætla þeir á bíórásinni að sýna The Guru og Master of disguise, sem eru báðar drulluleiðinlegar myndir. Þessi bíórás er svo mikið crap að það er ekki eðlilegt. Maður getur aldrei treyst á þetta rusl ef manni langar að glápa á sjónvarpið allan daginn. En ég og Laufey fórum í gær á Grand Rokk að horfa á kántrý myndir, ég get nú ekki sagt að það hafi verið margt um mannin, en það voru nokkrir, þar á meðal sækó gæinn með fléttuna sem er alltaf grýtt útaf Sirkús af því hann er með einhverjar særingar á barnum. Ég er svo hrædd við þennan mann, ég fór og keypti mér kók í gær, og þá sat hann á barnum og baðaði út höndunum og var að tala um hvað það væri "skringilegur kraftur" inná barnum... Svo er hann líka með svo fríkí augnaraáð. Ég er handviss um að maðurinn er bandbrjálaður og ég ætla að gera allt sem ég get til að forðast hann. Anyways, ég og Laufey erum sammála um það að Waylon jennings og johnny cash eru mestu töffarar sem uppi hafa verið!
Jæja ég er farin út á videoleigu. Bless í bili
Arna Björg

2 Comments:

At 10:50 AM, Anonymous Anonymous said...

Nice blog my ass! Þau skilja þetta ekki einu sinni þessir fávitar.

 
At 11:15 AM, Anonymous Anonymous said...

Baahhh fooey!! ég ætlaði á grand rokk að horfa en var í vinnunni. Alveg fokkin glatað

 

Post a Comment

<< Home