Hundaríðingar
Ég er hérna uppí Grafarholti í mat og systir mín er hérna með hundana sína, annar þeirra er stór doberman hundur sem heldur samt að hann sé kjölturakki og er alltaf að knúsast eitthvað uppí sófa, allavegana ég er að drekka kaffi og pabbi er eitthvað í sófanum að kjassast með hundinum, svo þegar pabbi rís á fætur og snýr baki í hundinn þá gerir hundurinn sig tilbúin að fara uppá pabba, pabbi náttúrulega tekur ekki eftir neinu en systir mín öskrar "PABBI PASSAÐU ÞIG HANN ER AÐ REYNA AÐ RÍÐA ÞÉR!!!" Ég veit ekki, mér fannst þetta bara svo geðveikt fyndið af því svalahurðin var galopin og þetta heyrðist pottþétt um alla lóðina. Hvað ætli fólk hafi haldið sem heyrði þetta öskur?? Ég hefði allavegana hugsað mig tvisvar um hvað væri í gangi á þessu heimili. Allir að koma í kúrekapartý á föstudaginn yeeha!!!
Arna Björg
2 Comments:
ha ha ha þetta er nýja uppáhaldssagan mín. Ég ætla að láta þig segja mér hana aftur og aftur. og enda svo á sögunni um gissur og pú.vei.eva run.
Þetta má alveg vera nýja partýsagan. Og ef einhver nývinur hlær ekki þá fær sá hinn sami að vera útskúfaður. OK?
Post a Comment
<< Home