Prófin Búin!
Jæja ég vaknaði klukkan sex, skvetti kaffi í grímuna og fór svo upp í skóla. Þetta próf steinlá get ég sagt ykkur, djöfull massaði ég þetta maður, drulluþétt á kantinum bara hahaha. Nei nei, bara smá grín til heiðurs lærdómsfélugum Laufeyjar, sem eru alltaf hressir og massa allt hægri vinstri. En semsagt prófin búin og sumarið loksins komið. Eva, Jónína og Maggi komust öll inn í LHÍ þannig húrra fyrir þeim öllum, fyrir þeim verður skálað í kvöld... ! Ég mun flytjast aftur á Óðinsgötuna frá og með deginum í dag, og mun reyna að njóta þessara síðustu daga í kitrunni til hins ýtrasta... Talandi um það þá þyrfti ég að drífa mig sem fyrst bara, þar sem Helga systir er með hundana sína í heimsókn hérna uppí holti. Og ef ég þekki mig rétt þá fer að skella á allsherjar ofnæmi sem þýðir að ég verð ekki húsum hæf, þannig bless bara núna, og góða helgi.
Arna Björg
4 Comments:
Til hamingju með að vera búinn í prófum:) húrra og til hamingju Eva,Jónína og Maggi með inngönguna:) húrra Elín
Takk Elín :)
ég VERÐ að fá að heyra þessa electronic voice phenomenon-spólu ... eftir allar hryllingssögurnar af óðinsgötunni er maður samt orðinn hræddur að koma í heimsókn! sjáumst snarlega. xxx
Hvað er þetta?!?! á ekki að fara að segja frá helginni? Gluggakastinu og ofbeldinu?.....
og hey eruð þið búnar að kíkja uppá þak? ég sá síma á myndinni sem ég tók þar.
Post a Comment
<< Home