Dekur í heimahúsum
Ég dýrka systur mína, hún var að hringja og spyrja mig hvernig subway mig langar í, af því hún ætlar að kaupa subway handa okkur, eins og ekkert sé sjálfsagðara... Ekki nóg með að hafa afsökun til að taka sér pásu maður græðir líka subway. Hún klippti mig líka og litaði í morgun, sem part af prófi, og gaf mér þá kleinu og kókómjólk. Svo grillar pabbi læri og mamma bakar köku. Stundum er fjári gott að vera í heimahúsum, ég segi ekki annað...
Arna Björg
1 Comments:
úfff hættu strax... það liggur við að ég setji á mig hárkollu og keyri uppí grafarhollti til að sigla undir fölsku flaggi.. þetta hljómar of gott til að vera satt....
Post a Comment
<< Home