nóttin er alltaf ung á óðinsgötunni...

Wednesday, April 27, 2005

habemus papam??

til lukku með daginn kæra arna björg!!. eigðu besta daginn.
eg er að rembast við að læra heima á kóngó við undirleik óperusöngkonunnar á hæðinni fyrir neðan sem er alltaf dugleg að æfa sig heima. Svo koma börnin heim úr skólanum og þá bætist við fiðluleikur, trompet og rafmagnsgítar, ekki amalegt.. en ég get ekki einbeitt mér í dag þrátt fyrir þessi flottheit. er búin að eiga í hetjulegum samræðum í huganum við Ratzinger nyja páfann. Þar sem ég hef verið að lesa fyrir bókmenntasögu síðustu daga, og fræðast um ótrúlega snjalla og nútímaþenkjandi menn frá allt að áratugum fyrir krist, fórna eg höndum. Ég skil ekki þessa áhrifamiklu stofnum fulla af mönnum sem ekki lærðu að bera virðingu fyrir mömmu sinni. (myndi freud ekki segja það, þar sem klárlega er eitthvað vafasamt við kvenfyrirlitninguna sem þarna viðgengst) Og Ratzinger, er notast við getnaðarvarnir þegar misnotkun drengja á sér stað innan kaþólsku kirkjunnar? Og hvernig getið þið fordæmt mína kynhneigð en ákveðið að láta kynferðisglæpi viðgangast innan ykkar guðshúsa eða hvað sem ykkar búllur heita...??
ég trúi á guð. en þessir menn eru fyrir mér eins og trekkies, ofsa áhugafólk um star trek, sem klæða sig í geimbúninga og tala geim tungumál. nema trekkies eru ekki í glæpum og afturhaldstryllingi.
þeir sitja í skrautklæðum sínum kaþólikkarnir, tala latinu og blása mismunandi reik út um strompinn sinn..
uff verð að reyna að einbeita mér að bókunum. get róað mig við að hugsa um eitthvað jákvætt í heiminum. húrra fyrir Zapatero sem lifir þó í kaþólsku landi. en þar mega samkynhneigðir nú gifta sig borgaralega. bravo spánverjar. (aðskilnað ríkis og kirkju takk, úff eg er að verða manísk)
eva

3 Comments:

At 6:52 AM, Blogger Laufey said...

heyr heyr!!

 
At 10:32 AM, Anonymous Anonymous said...

Piff, hvað ég er sammála! Og svo hefur þessi maður áhrif á hugsunarhátt manna um allan heim. Piff piff og aftur piff. Og já, aðskilnað ríkis og kirkju takk fyrir! (þú manst væntanlega eftir samræðunum í partýinu hjá mér þar sem ég og Pétur áttum í heeeeeitum rökræðum um þetta málefni! xxxx Knús á línuna!

 
At 3:58 AM, Anonymous Anonymous said...

Meira svona Eva, hvernig væri að deila með okkur áliti þínu á einari Oddi, já eða iðnaðarráðherra???? Þessi páfi á hvort sem er eftir að drepast bráðlega og þá mun hann hitta hina í helvíti er það ekki annars???

 

Post a Comment

<< Home