nóttin er alltaf ung á óðinsgötunni...

Saturday, April 23, 2005

Mónakó!!!!

Ef það er einhver staður sem mig langar að vera í kvöld þá er það í Mónakó, nánar tiltekið í spilavítinu í Monte Carlo. Ég var að horfa á Ocean´s twelve í gær og þá var sýnt frá Mónakó þar sem slyngi þjófurinn bjó. Ég fór þangað í dagsferð með Hönnu og Rakel þegar ég var í Frakklandi þarna um árið. Við fórum í bíó og þegar við komum út var byrjað að skyggja og gamanið rétt að byrja í spilavítinu, maður sá ríku kallana koma í drossíunum sínum og teinóttum jakkafötum. Þetta voru svona ungmilla kallar með pínu grátt í vöngum og þeir pikkuðu upp sænskar pæjur og buðu þeim örugglega ógleymanlega kvöldstund í spilavítinu og svo hádegisverð daginn eftir á risa milla snekkjunum sínum. Við vorum ekki orðnar 21 og máttum því ekki fara inn í spilavítið sjálft en maður getur rétt ímyndað sér hvað gekk þar á fram á nótt... Það var allavegana rosa spenna þarna í loftinu og mig langar að fara aftur til Mónakó!!!! Kíkið á þessa mynd.
http://www.monaco.mc/monaco/icons/casino.jpeg
Bless í bili Arna Björg

1 Comments:

At 6:39 AM, Blogger Laufey said...

já rosa væri ég til í að vera einhver hjákona þarna í mónakó og allt borgað undir mig og lifað bara á snekkjum og blásið á teninga fyrir lukku.

 

Post a Comment

<< Home