nóttin er alltaf ung á óðinsgötunni...

Friday, April 22, 2005

í hverfulum skuggadansi tregans

ég geri mér grein fyrir því að ég er ekki fyrirmyndarbloggari. en einstaka sinnum man eg eftir að skrifa eftir áminningar frá lubbu og öbbu. Alveg eins og eg er ekki fyrirmyndar heimilisstýra, en get þó státað mig að því um áraskeið að hafa mokað í gegnum umrætt rusl. minnti mig á fréttina um konuna á hverfisgötunni sem safnaði rusli. nágrannar fundu á lyktinni að eitthvað verulega vafasamt ætti sér stað og hringdu á lögregluna. svo þurfti eiturefnasveit að ráðast inn í húsið. Greyið konan var auðvitað mynduð í bak og þak. Var ábyggilega fótósjoppuð með mold í andlitinu hjá DV. Alveg eins og fólk safnar frímerkjum og servéttum safnar hún rusli, alveg eins og annað fólk hendir frímerkjum og servéttum.
Undanfarna daga hef ég varla séð ljúflings telpurnar sem búa með mér. hef setið sveitt við að troða kennningum og túlkunum uppá löngu látna menn sem þeir vilja áreiðanlega ekkert kannast við.
Segi bara að lokum setninguna sem ég og eva höfum flissað af undanfarna daga en kemur eflaust að góðum notum í hræðilegum aðstæðum kurteisisspjalla einn daginn. Það er margt í mörgu og margslungnir menn á misjöfnum stöðum. oj oj oj ég finn lykt af vondri rjómaköku...
eva rún

0 Comments:

Post a Comment

<< Home