nóttin er alltaf ung á óðinsgötunni...

Sunday, April 10, 2005

Tímaflökt og tiltektir

Jæja þá er helgin svo gott sem liðin, kvíðahnúturinn í maganum á mér, sem hafði verið að magnast upp sökum leti og skólavanrækslu, leystist í dag þegar ég fékk e-mail frá kennaranum mínum þess efnis að fyrirlesturinn, sem ég hélt að ég ætti að halda á miðvikudaginn, hefur færst yfir á mánudaginn í næstu viku... Gleðifréttir fyrir mig. Annars var helvíti gaman hjá Petru á föstudaginn og til að toppa 18-19 ára fýlinginn tókum við síðasta strætó niðrí bæ, það vantaði bara systkyna skilríki og bjóra í tösku þá hefði þetta verið alvöru tímaflökt. Ég vaknaði reyndar á laugardagsmorgun og fann föt sem ég hef ekki notað lengi hengd upp inn á baði, greinilega eitthvað sem ég hef gert í svefni þar sem ég var steinsofandi í herberginu "mínu" þegar lubban og hanna komu af sirkús kl. 5... Hvað mér gekk til við að taka föt úr skápnum mínum og hengja þau inn á bað verður mér eilíf ráðgáta, og er það ekki sú fyrsta. Laugardagurinn var bara rólegur og kvöldinu eyddum við í sjónvarpsgláp með kaffi og kleinuhringjum. Kíktum ekki einu sinni á barinn sem verður að teljast framför hjá okkur, á þessum tímum.
Bless í bili, Arna Björg

2 Comments:

At 5:19 PM, Anonymous Anonymous said...

já og kannski að minnast á það að þu hafðir kætt þig á bolin minn sem pyls..... you sexy thang

 
At 5:21 PM, Anonymous Anonymous said...

KLÆTT þig Í bolinn minn ég kannvíst ekki að stafsetja lengur ég er að verða að sona pinhead

 

Post a Comment

<< Home