nóttin er alltaf ung á óðinsgötunni...

Thursday, March 24, 2005

TIm er mættur svellkaldur

Jæja best að fara að skrifa eitthvað... Við á Óðinsgötunni höfum fengið til okkar í heimsókn strák frá New york sem heitir Tim, hann er búinn að vera hjá okkur síðan á sunnudaginn og hann fer afturn heim til sín á páskadag. Þetta er mjög fínn gaur og við finnum fyrir alls engu ónæði af honum, þvert á móti, eina sem er að rakspýrinn hans, sem hann notar svoldið af, lyktar eins og jólaolían hennar mömmu, þannig ég komst í smá jólafýling í gær sem getur verið ruglandi svona eins og að missa af nótt, sem ég þoli ekki. Allavegana Tim kom og gaf okkur stóra Jim Beam flösku sem verður drukkin í partýinu á morgun. Tim er líka vegan og eldaði fyrir okkur lasagne sem var laust við allt kjöt og ost, skrýtið en mjög gott. Planið í dag var að fara með gestinn gullna þríhyrninginn (the golden threeway) eins og jónína segir, nema hvað bílalánarinn og driverinn var eitthvað slappur eftir óvænt fyllerí í gær, þannig gullni þríhyrningurinn verður að bíða betri tíma. Semsagt já við íbúar Óðinsgötu kíktum með gestinn á sirkús í gær, svona aðeins að sýna honum næturlífið, hann skemmti sér mjög vel og tók þvílíku sveiflurnar á dansgólfinu enda vanur jive klúbbadjammari í New York. Ég tók mig svo til og bauð finnskum leiklistarnemum, sem ég hitti við barborðið, í partýið, sem vonandi verður, hið ógleymanlegasta, á morgun, kemur í ljós hvort þeir mæti, spennandi... Petra kom líka sterk til baka á klakann í gær og mætti fílefld á Kaffibarinn og þar dansaði hún til dögunar að mér skilst, þarf að tékka á henni samt sem áður. Já ég og Lubba horfðum soltnum augum inní matarskápinn okkar í morgun, ætluðum að reyna að finna eitthvað gott að borða en það er ekki um auðugan garð að gresja og þegar Lubban stakk uppá því að fá okkur hrísgrjón með sojasósu þá hugsaði ég með sjálfri mér, nei hingað og ekki lengra, tók töskuna mína og næsta strætó uppí Grafarholt þar sem beið mín brauð og álegg og annar lúxus sem er fáséður á Óðinsgötunni. Hrísgrjón, pasta og haframjöl er ekki slæm fæða nema málið er að við klikkum alltaf á meðlætinu, sósum grænmeti og þessháttar sem gera hrísgrjón og pasta að máltíð. Eitthvað sem við þurfum að vinna í. Lubba var ekki ánægð að ég skyldi stinga af og skilja hana eina eftir með Tim, en hey, svona er lífið maður... Jæja nóg af þessu blaðri í bili, ætla að koma mér fyrir í sófanum með eina góða spólu í tækinu. Það er ljúft að vera í páskafríi, segi ekki annað. Læra hvað er það???? Góða páskahelgi allir saman...
Arna Björg

2 Comments:

At 7:51 AM, Blogger Jonina de la Rosa said...

kíkja á www.handavandi.blogspot.com
látið mig vita hvort ég eigi að halda áfram eða bara snúa mér að örðu...

 
At 7:51 AM, Blogger Jonina de la Rosa said...

This comment has been removed by a blog administrator.

 

Post a Comment

<< Home