nóttin er alltaf ung á óðinsgötunni...

Thursday, February 24, 2005

Gerðu þetta heima hjá þér!

Í gær var ógeðslegur gaur í strætóskýlinu með mér og Laufey. Hann var í alltof stuttum joggingbuxum sem voru girtar upp í heila og í stuttum jakka. Ég og Lubba vorum að veltast yfir því hvort við ættum að fara á árshátíðina eða nappa evunni með og fara bara 3 saman út að borða í staðinn. Þá prumpaði gaurinn silent but deadly eins og sagt er og þvílíka stybban, við vorum undir beru lofti samt þurftum við að forða okkur. Þegar við komum svo inn í strætóinn blasti ekki betra við, gaurinn fyrir aftan okkur var síborandi í nefið, og hvað gerði hann svo við horklessurnar? Klíndi þeim í sætið eða það sem líklegra er stakk þeim upp í sig og kjamsaði á þeim. Oj barasta, þegar hann var farinn út sagði Lubban "Djöfull held ég að það sé leiðinlegt að vera ljótur og leiðinlegur unglingur sem á enga vini". Svo í morgun sá ég ógeðslegu mæðginin á Lækjartorgi. Ég væri ekki að tala um það nema fyrir þær sakir að þau voru hlæjandi af tveimur japönskum stelpu túristum sem voru að spjalla saman. Þau að hlæja að einhverjum finnst mér bara út í hött... Nenni ekki einu sinni að segja fullt álit mitt á þeim. Ekki það að ég og allir sem ég þekki séu eitthvað fullkomnir og geri aldrei mistök en það eru bara viss prinsipp sem maður þarf að fara eftir ef maður vill fá að lifa í sátt og samlyndi í samfélagi manna, prump og bor í nef vegur ekki hátt, en ef maður er drulluþreyttur og svangur á leiðinni heim að éta vondar núðlur og hrökkkex þá skal svona fólk passa sig... :)
Arna Björg

0 Comments:

Post a Comment

<< Home