nóttin er alltaf ung á óðinsgötunni...

Monday, February 14, 2005

sofðu heima hjá þér kelling!

Stundum geta ótrúlegustu hlutir farið í taugarnar á manni.
Til dæmis er það ein kelling sem er alltaf með okkur Laufey í strætó á morgnana. Hún situr aftast í ljótum gori tex jakka og er alltaf steinsofandi með galopinn munnin. Maður finnur ekki andfýluna en maður veit að hún er þarna. Vanalega fer sofandi fólk ekki í taugarnar á mér nema það sé hrjótandi eða prumpandi, en það er bara eitthvað við þessa kellingu og mér finnst óþolandi að þurfa að byrja hvern dag á pirringi. Ég og Laufey vorum að pæla í að spreyja hárspreyi upp í hana næst þegar við förum út, eða slá hana hreinlega. Það ætti að kenna henni að fara fyrr að sofa á kvöldin og halda kjaftinum á sér lokuðum í strætó. Þú ert ekki ein í heiminum þarna kelling og hana nú.
Eigið góðan dag, Arna Björg.
P.s ég mundi vilja að lubban segði ykkur sína skoðun á téðri kellingu þannig að fólk vita að þetta er ekki bara ég...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home