nóttin er alltaf ung á óðinsgötunni...

Thursday, February 10, 2005

satt eða logið?

Kíkti í mál og menningu í fyrrikvöld og keypti mér bók sem heitir the "contact has begun". Er þetta sannsöguleg saga blaðamanns sem var tekinn um borð í geimfar og átti þar í miklum samræðum við verur sem kalla sig verdena. Samræðurnar snérust að mér skilst um hlutverk jarðarinnar í alheiminum og hvernig við munum verða aðilar í einhverskonar alheimsbansalagi plánetna innan 100 ára, spennandi. Ég er búinn með einn kafla og strax farin að hafa efasemdir, það er eitthvað við það þegar gamall kall skrifar bók um samskipti sín við geimverur og strax er imprað á því að geimverukona vilji ólm sofa hjá honum... svo ekki sé minnst á anatómíska analskoðun á feitri konu sem hann varð víst vitni að. Ég ætla samt að klára bókina, ekki afskrifa hana alveg strax. Fór samt að pæla í því hvað það væru til margar svona bækur og hversu margar af þeim, ef einhverjar eru sannar. Kannski bara ein og kannski er það bókin sem ég er að lesa... Held samt ekki, það er of mikið tekið fram hvað þessi gamli blaðamaður hafi verið mikill efasemdamaður og bla bla bla áður en hann fór í ferðina miklu, er það ekki bara sölutrix? En er það ekki svona fólk sem gerir heiminn skemmtilegan? Það hefur alltaf verið draumur minn að kynnast einhverjum sem er sjúklegur lygari. Held það gæti verið fyndið. Jæja nóg um það, en ef það ætti að kjósa forseta alheimsins þá mundi ég kjósa Jack Bauer. Sorry Lubba hann er bara aðeins meiri töffari:)
þar til seinna Arna Björg

0 Comments:

Post a Comment

<< Home