Helgin var fín. Fór á Pravda á bjórkvöld, staðurinn lítur út eins og klúbbarnir í CSI, greinilegt að fólk á að para sig þarna, ekki gekk það nú hjá okkur stöllunum... Helga systir var í bænum og ég fór svo með henni á sirkús og var þar til lokunnar. Laugardagurinn var svipaður, eitthvað gott að borða hjá Bernhöft, kíkti svo í holtið í kvöldmat, partý hjá Magga og svo sirkus. Það er er eins og maður sé í constant deja vu þarna. Sama fólkið í sömu fötunum, sama tónlistinn, sömu samræður, sömu ekki samræður og fleira í þeim dúrnum ekki furða að maður rugli saman dögunum. 'Eg held að hápunktur helgarinnar hafi verið nip/tuck í gær. Magnaðir þættir og þegar flagararöffarinn Cristian fór að gráta þegar hann var að sofa hjá blindu konunni vissi ég ekki hvert við ætluðum. "close your eyes, I wan´t you to really see me" sagði hún. Þessir handritshöfundar eru snillingar. Jæja best að fara að byrja nýjan dag með einum góðum meinefnafræðitíma, ég er alveg að ná tækninni að sofa með opin augu... Gleðilegan bolludag annars og hafið það gott... Arna Björg
0 Comments:
Post a Comment
<< Home