GODZILLA
seinasta mánudag,daginn eftir hin dularfullu DEAD# skilaboðin voru ég og arna í chill out herberginu að undirbúa okkur fyrir svefn og vorum upp í rúmi að horfa á i kine spise de hunde þegar í myrkrinu sér arna hina stærðarinnar kónguló á gólfinu eða hvað sem þetta var við vitum það ekki ennþá en hún er komin með viðurnefnið "Godzilla".jæja arna hoppaði upp í rúm til mín og við stóðum þarna á rúminu öskrandi með símonsleggjuna og ég kúgaðist og kúgaðist því hún var svo viðbjóðsleg en allt í einu hvarf hún undir sjónvarpskápinn. við brugðum á það ráð að hitta elvar þar sem hann var á sirkus og fá okkur bjór meðan godzilla var læst inní herbergi og svo lokka hann elvar heim og drepa kvikindið. þegar heim var komið eftir mjög skrýtna heimsókn á sirkus (því þar var hið skuggalegasta lið reykjavíkurborgar,okkur leist ekkert á það) þá var elvar komin í ham að drepa! hann henti sér á gólfið og byrjaði að engjast um,ég og arna horfðum fuðru lostnar á þetta fyrirbæri,svo kom elvar með eina bestu setningu sem ég hef heyrt lengi : "ef þú vilt finna kóngulóna þarftu að hugsa einsog kónguló" og svo skreið hann undir rúmið og lék kónguló. því miður bar það ekki árangur því eftir mikla leit bakvið krók og kima fundum við hana ekki.Godzilla gengur enn laus.
hin skelkaða laufey.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home