nóttin er alltaf ung á óðinsgötunni...

Monday, January 31, 2005

DEAD#

Rosalega skemmtilegt að taka símann sinn upp úr töskunni og sjá hann þá blikkandi með þessum skilaboðum. Það gerðist hjá mér í gær þegar ég var að ganga frá dótinu mínu eftir Akureyrarhelgina. Þar sem ég og sambýlingar mínir erum nett ímyndunarveikar var hugsunin um að fara að sofa í "draugahúsinu" okkar ekki góð. Lubba ætlaði nú bara að stinga af. Undarleg tilviljun, eða hvað sem þetta er, verð ég að segja. Jæja ekki meir um það, en af hverju gat ekki staðið love eða happy eða smile, eitthvað annað en DEAD#! ?? Dreymdi líka skringilega, ekkert svona með rosa merkingu eða þannig bara skrítið. Mig dreymdi að sonur hjónanna sem við leigjum hjá nokkurn veginn braust inn til okkar með tvo vini sína með sér, þau voru öll dópistar í sýruvímu og vantaði stað til að "skemmta" sér. Við urðum allar drulluhræddar við þau og laumuðu okkur út. Við fórum til hjónanna til að segja þeim, undir rós, að sonur þeirra væri ógeðslegur illa útlítandi dópisti sem hafði brotist inn til okkar með sitt skíthyski og rekið okkur út. Þau voru ekkert að meðtaka neitt, í afneitun eða eitthvað, sögðu bara að hann hefði komist í rauðvínsbruggið þeirra og væri bara fullur. Það er nú meira bruggið sögðum við bara og hrökkluðumst aftur heim. Við ákváðum bara að fá smá skemmtun útúr því að horfa á sýruhausana skemmta sér, þau voru með allskonar drasl til að gera upplifun sína merkilegri og "dýpri" eða hvað sem þau kölluðu það. Allskonar litaspjöld, skuggamyndir, sýrutónlist, glimmer og fleira. Svo fylgdumst við bara með. Gerðist ekkert marktækt eftir það nema þau voru fúl yfir því að það vantaði peru í einhvern lampa sem hefði annars búið til geðveikar skuggamyndir á veggin.
Akureyrarhelgin mín var annars fín bara. Fékk saltfisksgratín á Greifanum, Bernesósuhamborgara á Lindinni, og einn sveittan, eða rennblautan réttara sagt á nætursölunni. Það voru partý, eftirpartý og bæjarferðir. Sökum ofnæmis leit ég á laugardagskvöldið út eins og einhverskonar nýafþýtt hræ eða ég veit ekki hvað. Ákvað þá og þegar að taka ekki þátt í eftirpartýinu, breiddi svefnpokann bara yfir haus og fór að sofa. Skildi Línu bara eftir með Dalvíkinugunum tveimur sem við húkkuðum niðrí bæ. Svona útlítandi skemmti ég mér ekki, það er nokkuð ljóst. Svaf semsagt af mér gítarspil og twister keppni, sem og áreiti frá gaur sem var víst alltaf að reyna að vekja mig, hélt að ég væri Sunna...
Við gistum í íþróttahúsi með krökkum úr HR og HÍ og THÍ auðvitað líka og mórallinn var bar fínn, allir að drekka og djúsa saman, nema þegar einhver tók sig til og skeit á gólfið í einu herberginu, þá kom smá skítamórall. hahahaha. Varð bara að skjóta þessu inn, Ég meina hvenær á skítamórals orðið meira við en þegar einhver skemmir móralinn með því að skíta á gólfið. Já já allavegana eru ég og Lubban á leiðinni heim í einhvern djúsí hádegismat og mjög líklega lúr á eftir, því það er svo notalegt að halla sér eftir matinn... Þar til seinna Arna Björg.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home