Var að koma í Grafarholtið með það að markmiði að læra... Er þess í stað búinn að borða mig sadda af allskonar gúmmelaði, og þótt ég sé södd þá held ég áfram að leita af einhverju, helst súkkulaði. 'Eg veit að fölskylda mín er æst í sælgæti eins og ég og til að fá svoleiðis á þessu heimili þarf maður að vera viðstaddur þegar tekið er upp úr innkaupapokunum, annars getur maður bara gleymt þessu. Er líka búin að kíkja aðeins í blöð síðustu daga. útburður fréttablaðsins á Óðinsgötunni er í einhverju rugli. Ég stakk uppá við Lubbuna að við ættum kannski að taka það að okkur og vinna inn smá aukapening. Rosalega heimskuleg uppástunga. Við letingjarnir og nautnaseggirnir myndum aldrei meika það.
Fyndið hvað maður hefur mikla þörf í allskonar munað þegar maður á enga peninga. Til dæmis er ekki til klósettpappír á Óðinsgötunni, en í gær sátum við og borðuðum vanilluís með heitri pipp súkkulaðisósu, nóakroppi og rjóma. Ansi góð kæling eftir bragðmikla pastað hennar Evu sem var alveg príma! svo maður tali eins og hálfviti. Ástæða þess að ég tala svona mikið um mat er sú að ég er eirðarlaus og nenni ekki að fara að læra. Er þetta ekki í fyrsta né síðasta skiptið sem það gerist. Allavegana þar til síðar.
Arna Björg
1 Comments:
Farðu að læra!!!
Post a Comment
<< Home