nóttin er alltaf ung á óðinsgötunni...

Friday, February 04, 2005

vangaveltur um hildarleikinn

Það er svo einkennilegt að við höfum ekki áttað okkur á hildarleiknum fyrr. Þegar opnast hefur fyrir skilning okkar er þetta svo ótrúlega augljóst, þetta beinlýnis liggur fyrir. Undanfarna daga hefur Arnar verið að sýna hugsanlegum fjárfestum kofann þar sem hann er til sölu og þrátt fyrir að öll ljós séu kveikt og þar með augljóst að leigendurnir séu heima opnar kappinn leiksnjalli hurðina með lykli sínum. Hann bankar leyftursnögt tvisvar og opnar svo í einni svipan og inn eru komnir kannski fjórir skimandi hausar. Einu sinni var ég rétt búin að klæða mig eftir sturtu og á rúminu mínu lá brjóstahaldari og á gólfinu fullt að óhreinum fötum og blöðum í einni alsherjar óreiðu. Ægilega vandræðalegt. Við stelpurnar erum búnar að ræða þetta aftur og aftur hvað þetta sé hreint óbærilegt. En á að þurfa að benda fólki á jafn common sens hlut og þennan, að vinsamlegast ekki æða inn á heimili okkar? Ég held ekki. Það er greinilega eitthvað meira í spilinu. Klárlega eru ,,skoðendurnir" allir hlaðnir földum myndavélum og þeir mega þramma inn og út um alla kima kofans. Og með því að ryðjast svona inná okkur ná þau okkur alveg í okkar einkalífi. Ætli þau búist ekki við að ein liggi í sófanum með gúrkur á augunum og geti ekki opnað hurðina, ein sé með háreyðingakrem um allan líkamann og hími í sturtuklefanum og bíði eftir að tíminn líði og það vanti hreinlega snerpu í þriðju til að opna nógu fjótt. Verða svo áreiðanlega fyrir ægilegum vonbrigðum þegar við stöndum svo alkæddar og alvarlegar og horfum á þau þramma um á skónum um heimkynni okkar.
Við erum áreiðanlega svona Trumanshow sendur út í kannski Suður Kóreu, bara þar til að þetta fattist ekki. En þau græða áreiðanlega ofsalega á þessu. Það hafa ábyggilega verið ofsa fagnaðarlæti þegar arna og lubba gerðu núðluréttinn um daginn. Hmm kannski hjónin markaðssetji lifrapylsu í framhaldi vegna eftirspurnar. Kannski eru allar stúlkur í Suður Kóreu búnar að fá sér Símonsleggju á heimilið..kannski Elvar sé orðið alræmt kyntröll með erótísku dönsunum....
Við spilum bara með eins og Truman gerði og reynum að gefa eitthvað skemmtilegt af okkur fyrir áhorfendur okkar hvar sem á jarðarkringlunni þeir eru. Eða jarðarkringlunni? Hvað vitum við hversu vísindaframsækin hjónin eru......
Eva Rún.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home