nóttin er alltaf ung á óðinsgötunni...

Wednesday, February 09, 2005

skrýtnar draumfarir

Ég hef nú voða lítið að segja frá nema mér datt í hug að skrifa niður mjög tilgangslausa draumana mína. hér er einn draumur sem mig dreymdi um daginn mjög skondin,mig dreymdi að hjálmar voru að spila í jay leno nema það að robert deniro var söngvarinn,hann var klæddur bleikum silkináttsloppi og jakkafatajakka yfir svo þegar söngnum lauk þá fór hann úr jakkanum og lyfti sloppnum upp fyrir hné og þá sást að hann var í bleikum ballett skóm og svo tók hann ballett spor fyrir jay leno.mjög skrýtið. og svo í nótt dreymdi mig að luke wilson væri að elta mig og reyna að drepa mig nema hann var blindur með blindrastaf þannig hann var mjög klunnarlegur svo allt í einu tókst mér að flýja í einhverja videoleigu og þar var verið að leigja klámmyndir og klámstjörnurnar voru á staðnum og svo vaknaði ég. ja herna hér.kannski horfi ég of mikið á sjónvarp. ég skil ekki svona,til hvers að dreyma þetta,af hverju má ég ekki dreyma eitthvað voða merkilegt og sem hefur einhverja meiningu. vonandi kemur bara einhverntímann í ljós að robert deniro sé klæðskiptingur.
laufey

0 Comments:

Post a Comment

<< Home