nóttin er alltaf ung á óðinsgötunni...

Sunday, February 13, 2005

jæja þá

Jæja þá er þessi helgi runninn í sandinn og sömu spurningum enn ósvarað...
status quo eins og maðurinn sagði... :)
Fórum í Stúdentakjallarann á föstudaginn að "berja niður feðraveldið" skildum ekki alveg hvað fólst í þeirri staðhæfingu og skiljum ekki enn, enda var það ekki tilgangurinn. Fór í rólegheitum og kíkti á nýja herbergið hennar Hönnu á laugardagskvöldið, kíkti svo með þeim út og var edrú aldrei þessu vant. Gaman að vera meðvitaður um það sem gengur á í kringum mann, svona til tilbreytingar. Ætla að gera þetta oftar. Við stelpurnar höfðum lærdómsstund á Óðinsgötunni í dag, hituðu kaffi og súkkulaði með rjóma. Ég virðist vera sú eina sem slapp við martraðir í nótt. Lubbunni dreymdi draug með hníf sem var að sniglast fyrir utan hjá okkur og Evurnar dreymdi flugslys og vatnshamfarir. Þar sem Eva er vídeo fíkill er ég uppí Grafarholti að ná í mafíósamyndir, ætlum á næstu dögum að hafa mafíósamyndamaraþon.
Hef í raun ekkert meira að segja þannig sjáumst bara.
Arna Björg

0 Comments:

Post a Comment

<< Home