nóttin er alltaf ung á óðinsgötunni...

Monday, February 21, 2005

Allt læst og kalt úti...

Eftir rólegheit á föstudaginn var tilvalið að fá sér smá bjór á laugardaginn. Systir hennar Laufeyjar og vinkona hennar kíktu á Óðinsgötuna og átti sér stað skemmtilegt spall. Fórum við svo og kíktum á nýja gallerýið hans Palla sem er í raun aðeins einn veggur í stofunni sem var búið að mála á mynd. Elvar heillaði marga með loftfimleikashowi á eldúsinnréttingunni. Bjórinn fór mjög vel í mig þetta kvöld og giska ég á að því sé að þakka lambalærisneiðunum sem pabbi grillaði á laugardagskvöldið. Félagar mínir gáfust upp hinsvegar og skriðu heim rétt eftir 3. Þegar ég var svo búin að fá nóg og sá rúmið mitt í hyllingum var bara allt læst og enginn með rænu til að opna fyrir mér hurðina að Óðinsgötu. Ég barði það mikið að núna er ég með marblett á hendinni. Ég var símalaus og peningalaus vafrandi þarna um Þingholtin. Fékk þá hugmynd um að banka uppá hjá gömlum "félaga" og fá að gista. Kannski ekki snilldarlegasta hugmynd í heimi en samt betra en að ráfa í reiðisleysi um Þingholtin til morguns. Jú jú ég fékk að gista... 'Oðinsgatan breyttist í eitthvað nördabæli í gær þegar Lubba elvar og evurnar sátu sveitt við stærðfræðijöfnur og skemmtu sér ágætlega held ég bara. Kannski er þetta það sem koma skal. ? Jæja best að drífa sig í tíma Bob lætur ekki bíða eftir sér frekar en fyrri daginn. Þangað til síðar... Arna Björg

0 Comments:

Post a Comment

<< Home