nóttin er alltaf ung á óðinsgötunni...

Friday, February 18, 2005

ha ha verð að hampa örnu fyrir góða sögu um kellinguna og afhjúpa það að ég varð doldið skelfd þegar ég sá titilinn þar sem ég hélt að þetta væru skilaboð til mín frá heimilinu.
Þegar maður er annars í strætó á morgnanna þá er maður einhvernveginn viðkvæmari fyrir svona almennings-nálægð. Mér líður alveg doldið eins og ég sé nýburi og megi ekki smitast af farandveirunni. Þá eru líka svona 16 mínútur síðan maður klæddi sig í föt og er enn að fatta hvað þessi dagur er að reyna að segja manni. Svo fæðist maður endanlega inní daginn þegar hausinn hrekur upp af framandi andfýlu..
Það alla versta við árlamorguns strætóferðir er þó að mínu mati þegar maður fær þá bölvun að hitta einhvern, sérstaklega svona haus úr fortíðinni sem maður hefur ekki séð lengi og á enga sameiginlega samræðustólpa.. boðar sérdeilis óhugnarlegt kurteisismal..
Ja stelpur ég segi að á mánudagsmorgun takiði Símonsleggjuna með í strætó og potið í kerlingargreyið og segið henni að stilla lífsklukkuna sína....veriði með svartar grímur með bara göt fyrir augunum....
góða helgidaga.
Eva Rún.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home