nóttin er alltaf ung á óðinsgötunni...

Friday, February 18, 2005

Var að koma úr skemmtilegri ferð af ísótóparannsóknarstofu Landsspítalans. Þar eins og á svo mörgum vinnustöðum er haft brauð og bakkelsi á kaffistofunni á föstudögum og fengum við að njóta þess svo um munar. Ostar, vínber, kökur og kleinur og auðvitað kaffibolli inn á milli. Merkilegar þessar rannsóknir. Fólk er sprautað með geislavirku efni sem er merkt með mismunandi áhengjum og þá geislar það frá sér og hægt er að gera á því alls lags rannsóknir. Við fylgdumst til dæmis með beinaskanni á konu, hægt og bítandi birtist mynd af beinagrindinni á henni á tölfuskjá og mismunandi svæði geisliðu mis mikið... Nóg um það, hittum líka bráðskemmtilegan kall, örugglega læknir sem heitir Eysteinn, læknalegasti maður sem ég hef séð. Hann sagði okkur frá hagyrðingakvöldi á nasa, svo útskýrði hann muninn á beta og gamma geislum og sýndi okkur ýmis skönn og útskýrði þau á skemmtilegan máta. Hann talaði líka latínu og henti svo fram fyrriparti sem hann vildi að við botnuðum. Man ekki alveg fyrripartinn en það tengdist því að mjólka geislageit glaður á morgnana. Ása botnaði snilldarlega með því að hún vildi frekar vera í sólríkri sveit að hlusta á Svavar, Svavar gests það er, á rás eitt. Eysteinn sagði okkur líka frá áhugaverðum þætti sem er víst á laugardagsmorgnum á rás eitt einmitt, man ekki hver er stjórnandinn en Davíð Þór og Hlín Agnars mæta alltaf með einn gestinn hvor og svo er þetta spurningarkeppni um hagyrðinga, ljóð, raddir og þessháttar. Ég ætla einhverntímann að eiga þynnkulausann laugardagsmorgun í rólegheitunum og hlusta á þennan þátt. Annars veit ég ekki alveg hvað kom yfir mig fékk einhverja lærdómsbakteríu og er upp í skóla núna að læra og sé fram á að gera það í allt kvöld og það skrítna er að ég er ekkert pirruð yfir því, hef ekki minnsta áhuga á að fara á barinn og drekka mig til óminnis, ó nei! Bíst meiara að segja við að sofa í holtinu í kvöld... Allavegana sjáum hvernig það fer.
Vill líka þakka Ásu fyrir frábært heimboð í gær, pizzurnar voru snilld og pöffsurnar með ís og sýrópi alls ekki síðri!!!!
Góða helgi, helgi og allir hinir... Arna Björg

0 Comments:

Post a Comment

<< Home