nóttin er alltaf ung á óðinsgötunni...

Sunday, March 13, 2005

Indriði litli

sælir allir saman, ég get róað lubbu með því að segja henni að gaurinn sem las í lófan á henni er bara amatör og kann víst ekkert í þeim fræðunum. Það er kominn nýr ábúandi í grafarhotið, það er kötturinn sem amma fékk sér en gafst svo upp á fljótt á eftir. Hún skýrði hann í höfuðið á föðurbróður sínum og heitir kötturinn Indriði en hann er kallaður yndi. Hann verður hérna í grafarholtinu fram að páskum en þá fara mamma og pabbi norður til Helgu og hún ætlar að taka ynda að sér, er hann þá þriðji kötturinn á heimilið, ég efast ekki um að yndi verður góður leikfélagi Mjallar og Mínervu veit þó ekki með hundana Stelpu og Loka hvort þau tvö séu að gúddera þetta kattarveldi... Hef svo sem ekkert meira að segja í bili þannig bara bless bless.
Arna Björg

0 Comments:

Post a Comment

<< Home