nóttin er alltaf ung á óðinsgötunni...

Tuesday, March 01, 2005

leikarahjón leika okkur grátt

Það nýjasta af Óðinsgötunni er að það er búið að selja kofann og við þurfum að flytja út 30 apríl, eða mánuði fyrr en gert var ráð fyrir. Í gærkvöldi barst okkur plagg þess efnis að nýi eigandinn ætli að halda áfram gistiheimilarekstri og vilji okkur út. En við förum ekki! Þessi hjón halda greinilega að við séum pushover fávitar sem vitum ekkert í okkar haus, en það er ekki svo, við kannski reiðumst sjaldan en þegar fólk sem N.B er landsþekkt fyrir yfirgang og frekju ætlar að rúlla yfir mann þá kviknar á einhverju... Við erum bara smá glaðar yfir því að geta farið með þinglýsta leigusamninginn okkar og sagt þeim að stinga honum þangað sem sólin ekki skín. Nú ef til þess kemur að þau eru með einhverja lagaklæki sem ekki er ólíklegt þá vonum við bara að Godzilla sé komin að því að verpa sirka 2000 eggjum og litlu godzilla börnin hennar éti upp kofann og það mundi svo sannarlega "put them out of buissness" eins og sagt er í útlandinu.
jæja, ég er farinn á Delí að kaupa mér að borða í tilefni mánaðarmóta.
þangað til síðar, Arna Björg

0 Comments:

Post a Comment

<< Home