Abba Lubba og vava
Ég var í strætó áðan og mundi þá eftir uppskafningsspjátrunga samræðum sem ég átti við Hönnu á laugardaginn, í miðjum samræðum varð til þessi monologur frá öðrum spjátrungnum:
"Ekkert þykir mér jafn ömurlegt og að ganga inn á knæpu og verða þar vitni að aumum pöpulinum þar sem hann hefur rottað sig saman í skúmaskotum reynandi að drekka einhvern lit í annars stækjandi grámygluna sem umlykur líf þeirra allt og áru, jafnvel þó sól skíni í heiði. Aumkunarverð ásjóna hans er sem þyrnir í augum og daunill angan drepur alla gleði..." Og áfram var haldið. Ég veit ekki kannski var bara svo rosa leiðinlegt í strætó að mér fannst tilhugsunin um þennan spjátrung það fyndin að ég skellti uppúr. Annars er allt fínt að frétta af óðinsgötunni, lyktin af Tim er loksins að fjara út, þökk sé kannski göruga heilsudrykknum hennar Evu, sem hún þambar nú í gríð og erg til að halda burtu flesnunni. Hérna er uppskriftin: Heitt vatn í bolla, aldinkjöt hálfrar sítrónu, einn hvítlauksgeiri skorinn í bita, engifer rót skorinn í bita og dash af tabasco sósu... mmm nammi! Held að það sé stíflaða nefið sem blekkir bragðlaukana hennar Evu, ég er ekki viss að drykkurinn bragðist jafnvel þegar hún er fullfrísk, og þó maður veit ekki? Þegar ég var inni í herbergi um daginn þá kallaði Eva á mig, mér heyrðist hún segja Abba og leist nú ekki á blikuna og kom út hissa, og með því kom ég hugmyndinni að Abba kallinu til Evu, en þeir sem þekkja hana vita að hún er mikið fyrir að gefa fólki gælunöfn... Svo í gærdag kallaði hún mig Abba yfir síðdegiskaffinu. Abba og Lubba what a pair segi ég nú bara. Piparjónkurnar tvær sem hafa búið saman í 101 í 50 ár... ganga hönd í hönd niður Laugaveginn og rifja upp gamla tíma, borða svo plokkfisk eða kartöflustöppu í öll mál og hlusta á willie nelson... já já hvað veit maður. Jæja best að fara að hætta þessu, bless í bili
Arna Björg eða Abba eða whatever...
"
1 Comments:
ekkert þykir mér ógeðfeldara en viðurstyggileg pöpulsfýlan inná sirkus fuusss, mér bíður hreinlega við þessari stækju. þvær skítugur pöpullinn sig ekki. er ekki rennandi vatn í skítakofum þessa almúga??????
Post a Comment
<< Home