nóttin er alltaf ung á óðinsgötunni...

Sunday, March 27, 2005

eva skrifar um bleika bossann

já sannarlega er langt síðan ég hef skrifað. ekki það að ég hafi haft mikið að gera... þessir páskar hafa verið sannarlega skemmtilegir og fjörugt líf ið á óðinsgötu. Ýmislegt dularfullt gerðist sem sveipar agöthu cristy blæ yfir kofann á hátíðarstundu. maggi fann beran bleikan rass á laugardagsmorguninn í keleríherberginu sem ekki tilheyrir ekki neinum sem við þekkjum. Það er svo gaman að þykjast sem þetta sé enn gáta, enn eftir miklar bollaleggingar og rannsóknir fannst það út að bossinn tilheyrði danskri skvísu sem sússa hafði blandað geði við kvöldið áður því henni fannst hún svo óheppin, hún var ein með vinkonu sem hafði greinilega smellt huliðsskykkju yfir vinkonu sína svo hún gæti óáreitt daðrað allt ferðalagið. Og sagan sem við bjuggum til var að þær væru búnar að vera á löngu interraili... Sússa er svo vel innrætt. En sú danska var þó hin hressasta og við getum bara dregið þá ályktun af sýn magga að hún hafi átt glæsta tíma hér í borg...
Nú skal ég halda áfram að sinna störfum hér í björginni. lifið heil um páskana.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home