nóttin er alltaf ung á óðinsgötunni...

Tuesday, April 12, 2005

Eilífi ELVIS

Við Laufeu komum okkur þægilega fyrir í chill out herberginu í gær, undir sæng, og horfðum á mynd um Elvis Presley, þetta var svona heimildar/tónleika mynd frá 1970. Mjög skemmtileg og greinilegt að kóngurinn hafði góðan húmor fyrir sér og öðrum. Það voru sýnd brot frá 6 tónleikum og allstaðar sá maður konur í lostatransi, öskrandi og grenjandi á kónginn. Hann söng love me tender og á meðan gekk hann út í sal og smellti kossi á brjálaðar kerlingarnar. Þessir kossar hafa ekki skipt hann neinu máli, en kannski breytt lífi þessara kvenna, það var einsog jesús sjálfur væri á vappi um salinn. Ég veit það allavegana að ef ég væri ungur strákur í kringum 1970 og væri að deita einhverja gellu þá færi ég ekki með hana á Elvis tónleika í Las Vegas... Hann söng líka suspicious minds og bætti inn í "so if an old friend i know, shove it up your nose... " Ég er samt ekki alveg að fatta hvað er málið með hvíta samfestinginn, ég get ekki gert upp við mig hvort hann sé flottur eða ekki og sá ég hann nú í nokkrum útfærslum í gær, með eða án beltis, með eða án kraga o.s.fr En allavegana þá skilur maður af hverju Elvis er kallaður kóngurinn og það þarf ekki að þræta fyrir það, þó að sviðið hafi verið fullt af fólki var þetta eins manns show því maður tók ekki eftir neinum nema Elvis. Sannkallaður senuþjófur helvítið á honum... Einhverjar hugmyndir um Það hver sé Elvis okkar tíma?? Vorum einmitt að ræða það í gær, en komumst ekki að neinni niðurstöðu. Er ekki málið bara að svona stjörnur verða ekki til lengur?? Æi ég veit það ekki, ég er farinn heim að leggja mig, bless í bili
Arna Björg.

3 Comments:

At 4:10 AM, Anonymous Anonymous said...

Mér finnst hvíti samfestingurinn geðveikur, með sólgleraugunum líka. Annars held ég bara að Eminem eða 50 Cent eða einhver álíka popprapparafáviti sé jafningi Elvis núna, eins sorglegt og það er.

 
At 6:02 AM, Blogger Laufey said...

neineineinei ekki rassgat eminem eða einhver rappari,þa gæti maður bara líka sagt að britney spears sé elvis okkar tíma!ó nei það er eitthvað undravert við elvis og þennan tíma,notturlega frumkvöðull síns tíma í músík svo og dansi ég meina elvis fann upp grindið!!! ohhhh elvis er kóngurinnnn hann lengi lifi húrra húrra húrra!!
laufey

 
At 1:51 AM, Anonymous Anonymous said...

Bump & Grind

 

Post a Comment

<< Home