nóttin er alltaf ung á óðinsgötunni...

Monday, April 11, 2005

Fituskita

Ég sit hérna inn í skólastofunni minni og bíð eftir Lubbunni, eða Laufey eins og hún heitir víst, það er farið að angra hana, Lubbu nafnið, sérstaklega eftir að ég kallaði hana Lubbu fituskitu á laugardagskvöldið. Ég var nefnilega að læra um fituskitu í skólanum um daginn, og fannst það mjög fyndið uppnefni. Þannig ef þið lendið einhverntímann í því að kúkurinn ykkar flýtur í klósettinu og er grár og illa lyktandi þar að auki þá eruð þið eflaust með fituskitu og ættuð að leita ykkur hjálpar. En semsagt alltaf þegar ég segi Lubba við Laufey núna þá ómar í hausnum á henni FITUSKITA, þannig ég ætla að hætta því. Þá verður hún líka að hætta að gera grín af mér út í það óendanlega eins og hún er vön. Nei ég er nú bara að djóka, hún Laufey er hvers manns hugljúfi og leggur það ekki í vana sinn að segja niðrandi hluti um vini sína, annað en sumir... En já hún Petra er floginn til London og ég veit ekki hvenær er von á henni aftur, kannski maður heimsæki hana í sumar hver veit? Væri samt frekar til í að fara til Kanada, í útilegu á ströndinni, það er mjög heit hugmynd á Óðinsgötunni um þessar mundir. Ég bíð annars ennþá eftir svari um sumarvinnu og væri vel þegið að fá það sem fyrst, þá gæti maður sofið vært á næturnar, vitandi það að maður syndi í seðlum í sumar, kannski ekki alveg, en allavegana smá.
Hafið það bara gott annars... Arna Björg.
P.s Ef einhver er með auðvelda útskýringu á því hvernig maður setur linka á svon blogg þá má sá hinn sami skjóta því hingað inn.

1 Comments:

At 8:45 AM, Blogger Laufey said...

ég ætla bara hafa það á hreinu hérna að ég laufey hafi aldrei á þessu umrædda kvöldi fengið svonefndan flotkúk sökum fituskitu. ekki nóg með það að vera kölluð lubba heldur þarf lubban líka að vera lubba fituskita!!jæja þá veit mar hvað maður á von í næsta partíi hjá okkur!!
kv.laufey katrín!!

 

Post a Comment

<< Home