Bestíublús
Ég mætti Laufey upp í skóla áðan og við vorum hvorugar æstar í að fara heim. Ég hef aldrei séð eins mikið drasl á Óðinsgötunni og ég er ekki alveg að fatta hvað gerðist eiginlega því ekki var partý heima um helgina. Þannig ég er upp í Grafarholti og Laufey er á bókasafninu að gera eitthvað allt annað en að læra... Við verðum samt að díla við þetta og drulla okkur að taka til. Greyið Eva að koma heim í bestíuna, eins og Laufey kallar heimilið núna, ef ég væri Eva mundi ég ganga inn og jafn fljótt út aftur, ég færi jafnvel í fýlu út í mig og Laufey. Annars eru komnar óyggjandi sannanir fyrir því að Kyle er geimvera sem var í mannfræðirannsóknum á jörðinni. Hvað honum og hans kyni gekk til veit ég ekki en það hlýtur að koma í ljós fyrr eða síðar. En mér er ekki til setunnar boðið, þarf að drífa mig á Óðinsgötuna að taka til, kannski verð ég búin fyrir miðnætti og hef þá alla nóttina til að skrifa djöfulsins skýrsluna sem ég lofaði uppí ermina á mér. Ég þarf líka að fara með Laufey á kaffihús og út að hlaupa.
bless í bili Arna Björg
Og Eva ef þú ferð ekki að skrifa eitthvað þá kalla ég þig Slebba að eilífu!
2 Comments:
Viltu pissa á koddann minn Arna?
Ég er búin að því og meira til Maggi...
Post a Comment
<< Home