nóttin er alltaf ung á óðinsgötunni...

Wednesday, April 20, 2005

Þreyta + kaffi

Heyrðu bestían var bara spikk og span þegar ég kom heim á mánudaginn, yndælis sambýlingar mínir höfðu heldur betur tekið til hendinni og sátu við kaffidrykkju þegar ég staulaðist loksins heim, drulluþreytt því nóttina á undan var ég andvaka af stressi við að sofa yfir mig vegna þreytu eftir helgina, svoldið öfugsnúið allt saman en svona er þetta. Ég semsagt lá í miklum höfga upp í sófa, milli svefns og vöku og leið bara ansi vel. Laufey kemur þá til mín og minnir mig á kaffihúsaloforðið, ég ríf mig þá upp og við förum á kaffi Hljómalind. Þar bið ég um einn venjulegan kaffibolla sem ég og fékk ásamt heilum kaffibrúsa, ég veit ekki hvað varð til þess að ég drakk allan brúsan á svona hálftíma, en það gerði ég og byrjaði að svitna og skjálfa, ekki góð tilfinning. Um miðnætti láum ég og Laufey í chill out herberginu, hvor í sínu horni, ég skjálfandi og Laufey flökurt af latte bollanum sínum. Svona engdumst við um til sirka hálf þrjú. Vöknuðum svo drulluþreyttar náttúrulega. Þetta lífræna kaffi er greinilega eitthvað extra sterkt, því ég hef ekki haft kaffilöngun síðan umrætt kvöld, þetta var hálgert blek þarna í þessum brúsa sem ég þambaði, ojbarasta! Kósý stemning þarna samt og allt það...
Allavegana sumarið að koma og löng helgi framundan sem breytir engu fyrir mig, gæti allt eins verið október og mánudagur hjá mér næstu daga...
Þangað til seinna Arna Björg

0 Comments:

Post a Comment

<< Home