Rusl
Gaman að Eva skyldi minnast á ruslakellinguna, mér var einmitt hugsað til hennar þegar ég var að leita mér af smjörpappír um daginn. Ég opnaði nokkra skápa í eldhúsinu sem mér fannst líklegir að myndu geyma smjörpappír en í staðinn var búið að troða þangað stöflunum af gömlum fréttablöðum og aulýsingabæklingum. Þannig áð neðri eldhússkáparnir á Óðinsgötu voru úttroðnir af gömlum blöðum, svipað og á klósettinu hjá ruslakellingunni. Ástæðan fyrir þessu er eflaust sú að við ætluðum okkur að vera grænar og endurnýta ellt sem hægt er. Málið er að við nenntum aldrei að fara með þessi blöð í gáminn á Bergstaðarstrætinu... En ég og Laufey tókum okkur til um daginn og fórum með öll blöðin, þetta voru nokkrir pokar og smá workout að losa okkur við þetta. Það kemur líka stundum upp í huga okkar, í vestu blankheitunum, allar þær dósir og flöskur sem við hefðum getað endurnýtt og fengið pening fyrir. Hvar eru þær nú???? Við tókum reyndar meðvitaða ákvörðun að vera ekkert að safna dósum því hvernig ættum við að komast með þær í endurvinnsluna? Sénsinn að við förum að burðast með fulla ruslapoka stinkandi af sígarettum og bjór í strætó, neyðin er kannski ekki svo mikil. Við tókum líka eftir því að dósapokarnir sem við settum út á tröppur eftir helgarnar hurfu alltaf á þriðjudagsmorgnum. Þannig við höfum það fyrir reglu að setja dósirnar út á mánudagskvöldi. Mættum líka einusinni konunni sem tekur dósapokana og í okkar huga hlýtur hún að þurfa meir á þeim að halda en við. Hugsuðum að kannski mundum við fá gott karma í staðinn fyrir þetta eða eitthvað... ? Allavegana það var gaman að heyra frá henni Evu minni og satt er það að ég og Laufey höfum verið fjarri góðu gamni síðustu daga, maður er að taka rétt fyrir prófin sprettinn og sjálf er ég að basla í einhverri ritgerð um skjaldkirtilshormón, hræddi Evu greyið með grunsemdum mínum. Ég ætla mér ekki að hafa þetta mikið lengra sjáumst bara.
Arna Björg
0 Comments:
Post a Comment
<< Home