Laufey kúgaðist.
Ég veit ekki alveg hvað hefur komið yfir mig en ég er með eitthvað æði fyrir eggjum núna, ég man að einu sinni þótti mér eggjarauða eitt það ógeðslegasta sem ég fékk, en núna þykir mér hún bara nokkuð góð. Í Brighton smakkaði ég franskar með eggjarauðu, þar er spælt egg sett á frönskubakka sem þú kaupir og þú notar rauðuna sem ídýfu... Allavegana sökum þessarar nýju áráttu minnar fengum ég og Laufey okkur enskan morgunverð í kvöldmat í gær og smakkaðist hann nokkuð vel. Eva vildi ekkert borða með okkur þar sem hún var búin að borða sig sadda af núðlum með ostrusósu sem er nýjasta æðið hennar, en það er önnur saga. Eftir matinn fórum ég og Laufey að rifja upp þegar Tim var hjá okkur í heimsókn. Síðasta kvöldið hans þá vorum við Laufey inn í herberginu mínu upp í rúmi bara að spjalla, þá kemur hann og setst á milli okkar sem er allt gott og blessað nema að hann er á tánum, sem N.B eru allar útsprungnar sökum hælsæris, og ég vildi fyrir alla muni ekki fá einhverja hælsærisvessa í rúmið mitt, hann spjallar eitthvað pínu en setur svo labbirnar uppá rúmið mitt, sem betur fer var ég með rúmteppi þannig að vessarnir klíndust ekki í rúmfötin. Laufey tók samt eftir einu sem ég tók ekki eftri en það var að gaurinn er með samvaxnar tær, og þegar við vorum að rifja þetta upp í gær þá kúgaðist Laufey margoft og þurfti á endanum að fara á klósettið... Ástæða þess að við fórum að rifja upp Tim var að hann sendi Laufey skilaboð fyrir nokkru og sagði að það væru "some goodies coming her/our way" En ekkert hefur borist enn. Við fórum því að pæla í hvort þessi goodies séu etthvað sem hann skildi eftir hjá okkur, td. flatlús í rúminu eða eitthvað, eða kannski eitraði hann matinn okkar með einhverju sem kemur ekki fram strax?? Það kæmi svo sem ekki á óvart þar sem þessi maður var mjög skrítinn, mér finnst það alltaf umhugsunarvert þegar einstaklingur sem hefur allt, þannig lagað séð, útlit, fín föt, gáfur, húmor o.sfr, o.sfr hefur gjörsamlega engan sjarma. Við spurðum marga, meðan hann var hérna, en allir, konur sem karlar voru sammála um að hann væri með engan sjarma, er það bara ég eða, finnst engum öðrum svona fólk svoldið dubíus?? Eins og það sé að sigla undir fölsku flaggi eða eitthvað?? Æi ég veit ekki, maður er bara ekki alveg með það á hreinu hvað var málið með Tim, en það var eitthvað...
Jæja ég er farinn heim bless í bili Arna Björg
2 Comments:
Já eins gott að úldni froskafóturinn með þessa miklu líkamsfýlu kann ekki íslensku og les ekki bloggið hérna hah...
mér finnst þetta einmitt ástæða til að æla yfir, bara við að lesa þetta fæ ég viðbjóðshroll, ætli hann hafi í alvöru verið geimvera þessi gaur....hvaða rugl er það að hafa samvaxnar tær...waaaaaaaaaaaaaaaaa
Post a Comment
<< Home