nóttin er alltaf ung á óðinsgötunni...

Monday, April 25, 2005

Willie Nelson í kvöld takk.

Jæja þá er maður búinn að skila ritgerðinni og getur aftur flutt á óðinsgötuna, kíkti reyndar þangað í gær að sækja eina bók, svoldið eins og að koma inn á heimili þar sem einhver er búinn að vera dáinn, það er að segja allt hefur staðið í stað, óumbúin rúm, fullur vaskur af leirtaui, hálfétið epli á eldúsborðinu og fleira í þeim dúr. Ótrúlegt til þess að hugsa að síðasti mánuðurinn okkar á Óðinsgötunni nálgast óðfluga, stefnir í dúndur prófloka kveðjupartý. Ég spjallaði við Evu um daginn okkur dreymdi víst báðar svartar köngulær, ætli Godzilla og afkomendur hennar séu að undirbúa árás á okkur þegar við erum að pakka niður og þrífa. Ég ætla að vona að silfurskotturrnar seðja mesta hungrið hjá þeim. Ég fann reyndar eina um daginn, hún var örugglega ekki fullvaxta, en það skrítna var að hún var smá gul á afturendanum, sem betur fer var ég rosa þunn og því ekki alveg fulle femm eins og maður segir og hafði því þor að setja á hana glas og fara með hana út.
Ég er samt ennþá að pæla í skringilegu öskrunum sem við höfum heyrt tvisvar síðan við fluttum inn. Við vitum ekki hvort röddin tilheyri manni eða konu, en allavegana fyrst var öskrað "ég hef alltaf verið með vinnu!!!!" og síðast svona þrem mánuðum síðar "ég er búinn að skíta á mig!!!!" Má benda á að þessi öskur standa yfir í dágóða stund og alltaf er sama setninginn endurtekinn. Þess á milli heyrist ekki múkk bara hlátur frá gaurunum sem vinna í Venus þegar þeir eru í reykingarpásum, við eigum ennþá eftir að kíkja í þá búð, þurfum að gera það áður en við flytjum út. Ég tók eftir einu miður skemmtilegu þegar ég fór uppí skóla í gær, ég sá spegilmynd mína þegar ég var að labba að anddyrinu og ég labbaði eins og Grissom í CSI, vonandi voru það bara buxurnar mínar sem eru eitthvað skrítnar því maðurinn labbar eins og hæna...
Jæja ætla að drífa mig á Óðinsgötuna að hitta lubbuna og Slevu.
Blessssssssssss Arna Björg.

2 Comments:

At 11:23 AM, Blogger Bobby Breidholt said...

Spúkí stöff maður. Þetta er einhver framliðinn vinnuþjarkur sem ætti að ganga með bleyju.

 
At 5:12 AM, Anonymous Anonymous said...

Já það var nú einu sinnu strákur sem kom með silfurskottur í töskunni sinni í skólann, óvart. Óli Bachman heitir hann. jahérna

 

Post a Comment

<< Home