nóttin er alltaf ung á óðinsgötunni...

Thursday, April 28, 2005

Brad Pitt segiru... ?

Takk fyrir afmælisóskirnar kæru vinir þær yljuðu mér um hjartarætur, þeir sem óskuðu mér ekki til hamingju með afmælið geta bara hoppað upp í rassgatið á sér!!!! Nei djók, ég er voða lítið fyrir að láta óska mér til hamingju með afmælið, ég veit ekki af hverju, kannski Eva eða Hanna geti klínt einhverri freudískri kenningu á það??? Annars var gærdagurinn mjög fínn, sambýlingar mínir gáfu mér sinnhvorn diskinn sem verða pottþétt spilaðir í fimmtugsafmælum framtíðarinnar, 7.9.13. Þá mun unga fólkið hlæja, hvað "gamlingjarnir" eru fullir og glataðir, en meira um það síðar. Það var líka dýrindis matur heima, pizza, hrísgrjón með kokteilsósu og bananaís, Geri aðrir betur... Ása hugulsama bekkjarsystir mín kom svo í morgun og gaf mér kaffi og buffbita, síðast þegar ég átti afmæli gaf hún mér hrísbitapoka og ullarsokka. Já Leifur lyfjafræðingur upplýsti okkur um leyndarmálið bak við það að verða ekki þunnur, ég kannski uppljóstra því þegar það hefur verið sannreynt. Mér dreymdi ansi skemmtilegan draum í nótt, hann var einhvern veginn svona...
Við stelpurnar vorum allar að skoða nýju íbúðina hennar Jónínu, sem var svona herbergi með sameiginlegu eldhúsi og stofu, nema hvað hinn íbúinn var Brad Pitt. Við höfum nú ekki eins mikið álit á honum og margar aðrar stelpur, þannig við fórum að grennslast fyrir hverlags maður hann eiginlega er, þannig við fórum inn í stofu og tékkuðum á dótinu hans, þarna voru myndaalbúm, geisladiskar og allskonar drasl og eftir að hafa farið í gegn um þetta komust við að því að hann er bara nokkuð kúl og okkur langaði að spjalla við hann. Það reyndist vera gagnkvæmt þegar hann kom að okkur í róteríinu, þarna var klukkan orðin hálf sjö um kvöld og var samstundis ákveðið að halda party um kvöldið nema það vantaði áfengi. ÁTVR var hvergi opin nema í Mosfellsbæ þannig ég og Laufey ákváðum að skutlast með Brad þangað. Þegar við mættum voru konurnar með einhvern derring sögðu að það væri búið að loka posunum og eitthvað svoleiðis rugl, en þegar Brad mætti var það allt gleymt og sleikjan byrjaði. Semsagt ég og Laufey keyptum sitthvora kippuna og hann keypti heilan kassa með allskonar víni, meðal annars viskí því það var rigning og kalt úti og hann ætlaði þessvegna að bjóða okkur upp á irish coffee. Rosa veraldarvanur. Nema hvað þegar við vorum á leiðinn heim til Jónínu þá hringdi helvítis síminn og vakti mig, þannig að ég veit ekki hvernig kvöldið endaði. En álit mitt á Brad Pitt hefur stórbatnað eftir þennan draum og núna finnst mér hann bara eðaltöffari eins og sagt er, og þar sem ég á hvort sem er aldrei eftir að fá nánari staðfestingu á því ætla ég bara að halda þessu áliti mínu.
Þessi draumur hefði eflaust verið meira krassandi hefði Laufey dreymt hann... ha Iggy pop???
Og hann hefði eflaust ræst hefði Evu dreymt hann...
Jæja ekkert meir að segja, farin heim að lesa bæ bæ
Arna Björg

3 Comments:

At 5:10 AM, Anonymous Anonymous said...

Bíddu vááá... á ég eitthvað að taka þetta nærri mér eða... kannski ég sé bara Brad Pitt í draumum þínum?

 
At 5:35 AM, Blogger Laufey said...

það er nú betra að dreyma þetta heldur en viðbjóðurinn sem mig dreymdi í nótt. vondur mafíósi sem hélt einhverjum manni sem kynlífsfanga og var alltaf að hóta að drepa hann og svo var einhver aðferð sem mafíósinn notaði til að drepa greyið manninn,einhver vökvi sem hann helti uppí fangann þannig að munnurinn límdist samanog maðurinn kafnaði nærrum því ef það var ekki fyrir snarræði lubbunar,eg kom honum í hendur einkaspæjara og hver haldiði að einkaspæjarinn hafi verið? já há damon albarn,þá vaknaði ég. laufey

 
At 7:13 AM, Anonymous Anonymous said...

...ég vil fá uppskriftina að þynnkumeðalinu...svona til að eiga seinna!

 

Post a Comment

<< Home