nóttin er alltaf ung á óðinsgötunni...

Sunday, May 01, 2005

1.Maí.

Ég man þegar ég var lítil þá vorum við systurnar alltaf dregnar af pabba í kröfugöngur. Ég man að það var alltaf vont veður, rigning og rok, svo húkti maður undir vegg hjá stjórnarráðinu að reyna að fá eitthvert skjól, hlustandi á einhverja fúla kalla halda leiðindarræður sem maður skildi ekkert í. Við löbbuðum nú oftast Hverfisgötuna í staðinn fyrir Laugarveginn til að forðast mannþröngina, veit ekki alveg tilaganginn í því að mæta þá í gönguna, á maður ekki að vera í aðalgöngunni? Mig langaði alltaf að halda á svona risafána eða eitthvað og ég held að vonin um að það myndi einhverntímann gerast hafi dregið mann aftur í gönguna ár eftir ár. Eftir gönguna var farið í verkalýðskaffi þar sem fúlu kallarnir voru mættir aftur og allt var á boðstólnum nema súkkulaðikaka... Allavegana þessir 1. maí dagar enduðu svo oftar en ekki með klippingu hjá Guggu frænku. Ég er rosa ánægð yfir því að hafa setið heima í allan dag og lært. Er samt meira búin að pæla í hvað sé stutt í skemmtilega sumarið sem er handan við hornið.

Eftir 12 daga verður rosa partý og fyllerí.

Eftir 16 daga byrja ég í skemmtilegri vinnu.

Eftir 29 daga flytjum ég og Laufey á Smáragötuna.

Og alla daga eftir það verður skemmtilegt... 7.9.13

Get ekki beðið. Jæja ég ætla að fara að slappa af eða eitthvað bless í bili... Arna Björg

3 Comments:

At 2:01 PM, Anonymous Anonymous said...

Það er bjart framundan!!!

 
At 4:42 PM, Blogger Bobby Breidholt said...

Eftir fjóra daga verð ég búinn með lokaverkið mitt... whúú

 
At 5:14 AM, Blogger Laufey said...

eftir 19 daga er eurovision!ætlar einhver að halda mega mega eurovision party???? við tökum þetta í ár ég er að segja ykkur það!
laufey

 

Post a Comment

<< Home