nóttin er alltaf ung á óðinsgötunni...

Tuesday, May 10, 2005

Appelsínugula fólkið

Í óendanleika leiðinda minna hérna við lærdóminn fór ég að skoða skemmtistaðaheimasíðurnar, og myndirnar á þeim, skoðaði þó aðallega vegamót og hverfisbarinn, sleppti alveg sólon. Hvað er málið með appelsínugula litinn á mörgu af þessu fólki. Fattar fólk ekki að ef þú nauðgar ljósabekkjum þá verðuru ekki hraustlega og fallega brúnn, þú verður útfjólubláa glóandi appelsínugulur. Er það rosa flott að vera appelsínugulur, með hvítar sleggjur undir höndunum og svona, meðal annars. Nú fyrir utan að þú ert að byggja þér upp lager af fríum radikölum sem geta skemmt hvað sem er inn í þér, og allt til þess að líta út eins og gulrót. Ég skil þetta ekki. Eftir svona ljósabekkjanauðganir fær fólk einhverntímann sinn eðlilega lit aftur, eða snýst þetta upp í lífstíðarmaníu að verða alltaf "brúnni og brúnni". Ég sat við hliðana á einni svona appelsínugulri konu um daginn og önnur var að hrósa henni hvað hún væri brún og sælleg, nema hvað appelsínugula konan sagði, "nei, allur liturinn er eiginlega farinn, ég er ógeðslega hvít" Ég meina, hvað er ég þá? Ég er svona 20 tónum ljósari en hún. Ég hlýt bara að vera gegnsæ eða eitthvað...
Sjáum til hvernig sú appelsínugula verður um fimmtugt, með andlit einsog uppþornuð sveskja sem hún þarf að sparsla meiki í til að líta sómasamlega út, reynir svo að draga athyglina frá uppþornuðu hrukkunum með því að fá sér sílikon í varirnar og varalita þær neonbleikar.
Ekki amaleg skvísa þar...
Jæja nóg af bulli. Eva á að fá að vita í dag hvort hún komist inn í skólann, mjög spennandi allt saman, kannski maður hringi í hana og tékki á þessu, bless á meðan.
P.S sé ykkur á barnum um helgina VúHú!!!!
Arna Björg

5 Comments:

At 8:28 AM, Blogger Bobby Breidholt said...

Tvö orð: Jay Manuel

 
At 9:46 AM, Anonymous Anonymous said...

áfram stelpa talaðu fyrir okkur hvíta fólkið..taltu þessar gulrætur í hakkarann

 
At 2:35 PM, Anonymous Anonymous said...

Junkie pale is the new orange tan!!

 
At 5:01 AM, Blogger Laufey said...

æðaberun og gegnsæun er í tísku! heyr heyr.
kveðja, hvítasta manneskjan á íslandi,laufey

 
At 12:27 PM, Anonymous Anonymous said...

Gaman að það eru komnar inn myndir:) Elín

 

Post a Comment

<< Home