Cheaters tv. já,nei????
Hefur einhver séð cheaters þættina á real tv? Ég er búinn að sjá nokkra og ég er alltaf jafn undrandi. Hvað er í gangi eiginlega? Einhver svartklæddur wannabe hasarfréttahetja er að bösta eitthvað aumingjas fólk í framhjáhaldi. Hvað gerðist hjá þessum manni sem fékk hann til að helga lífi sínu í að njósna um fólk í framhjáhaldi, sem koma honum ekkert við og bösta það svo á undarlegustu og mjög svo óþægilegum tímapunktum? Var svona illilega haldið framhjá honum að hann ætlar að hefna sín á öllum bara? Hvað er líka að fólki sem hringir í cheaters tv ef það grunar maka sinn um framhjáhald, er athyglisþörfin virkilega svona mikil hjá þessu fólki, heldur það virkilega að nú eigi þau eftir að lúkka kúl "það heldur enginn framhjá mér og kemst upp með það, ó nei!" Hvað sem þú gerir þú lúkkar aldrei kúl eða kemst á séns ef þú böstar maka þinn í cheaters tv. Og kynnirinn er alltaf mættur með upptökur af hinum og þessum ástarleikjum og er svo geðveikt samúðarfullur við "fórnarlambið" eins og honum sé ekki drullusama um þessa slömmara sem eru í þessum þætti. Því glataðara lið sem hann er með í þættinum því meira græðir hann, svo er hann alltaf að espa alla upp í slagsmál, "ætlaru að láta koma svona fram við þig?" "þú ert skíthæll sem heldur framhjá konunni sem elskar þig og hugsar um börnin þín"... Ef einhver myndi nú drepa einhvern þarna, þá fengi hann kannski vinnu á alvöru sjónvarpstöð...
Allavegana þegar ég kíkti á þetta í dag þá var kynnirinn að sýna
konu myndir af feita kallinum hennar og feitu vinkonu hennar í ógeðslegum og heitum ástarleikjum á heimili hennar. Svo voru ógeðin böstuð þegar þau voru að koma af take away chilli diner. Og vinkonan kom með þetta klassíska "ef þú myndir hugsa nógu vel um mannin þinn þá þyrfti hann ekki að leita til mín, bla bla bla" Og feiti ógeðslegi kallinn var bara "uhh ég vissi ekki bla bla prump ógeð". Það kom svo uppúr krafsinu að kallin var dópisti og kynlífsfíkill, hver væri ekki feginn að losna við svoleiðis, og aðfarir hans við vinkonuna í sófanum voru nú ekki uppá marga fiska, ojbarasta, þannig "fórnarlambið" má nú bara vera fegið að losna við þennan. Í öðrum þætti var fyrrverandi hóra og þáverandi tannlaus dópisti böstuð á skítamóteli af grey manni sem var borgandi allt undir hana, og hún bara að skemmta sér með einum gömlum og góðum, eða þannig... Æi ég bara skil þetta ekki, hvað er að þessum kalli sem stendur að þessum þætti, hvað gengur honum til? Svo lætur hann alltaf einsog hann sé doktor í sálfræði og sé að gera heiminum svaka greiða með því að upplýsa þessa hræðilegu "glæpi". Hann er bara eitthvað bilaður, illt í sálinni eða eitthvað, nóg um það.
Já Lubban bara beilaði á mér, ég var búin að bjóða henni hingað í Grafarholtið í pizzu og horfa á leikinn, en nei það var meira spennandi að vera upp í skóla að gera bókfærslu verkefni. Það mun sko líða tími þar til ég bíð henni eitthvað aftur, það getur hún bókað. Nei bara grín, ég ætla að fara að hitta stelpurnar á Óðinsgötunni bless á meðan.
Arna Björg
3 Comments:
Arna þú ert snillingur!!!!
Heyrðu ég vil ekki að þið séuð með vitlausan link á mér....hinn rétti er www.folk.is/katkat
ég var hálfleiðina út úr stofuni og sagðist ætla að fá mér pizzu hjá vinkonu minni þegar mínir bókfærslusamnemar sannfærðu mig um að læra meira og ekki að gefast upp.já ég sko gafst ekki upp.en takk samt fyrir yndislegt boð og ég er sammála með þennan helvítis hórkarl,hann er bara sjálfur að halda framhjá,við skulum bössta hann og segja" how do you like the taste of your own medicine"!!!
laufey
Post a Comment
<< Home