Helvítis snooze takka djöfull !!!!
Ég vaknaði kl. 08:28 í morgun og átti að vera mætt í próf kl. 08:30. SHIT!!! hugsaði ég og stirðnaði náttúrulega upp og gat ekki hreyft mig, eitthvað sem kemur alltaf yfir mig í svona kringumstæðum. Ég sem ætlaði að vakna kl. 06:00 og fara yfir glósur og fá mér kaffi og svona rólegheit. Nei nei, bara beint út, hafði ekki einu sinni tíma til að finna mér sokka hvað þá að fara á klósettið... Prófið gekk nú bara samt skrambi vel og þakka ég því adrenalínbombunni sem ég varð fyrir þegar ég leit á klukkuna. Allavegana 2 búin og 2 eftir. Laufey ætlar að sækja mig á eftir og við ætlum á Óðinsgötuna að svæla burtu drauginn og taka til...
Hvernig ætli gjörningurinn hennar Evu hafi gengið??
Farið varlega í djamminu...
Arna Björg
0 Comments:
Post a Comment
<< Home