nóttin er alltaf ung á óðinsgötunni...

Friday, May 06, 2005

"White noise" hræðir Evurnar

Ég var að fá símtal frá henni Evu, þar sem hún var að segja mér frá reynslu hennar og Evu kaaber á óðinsgötunni fyrr í kvöld. Þannig er mál með vexti að Eva er að setja saman atriði fyrir inntökupróf í LHÍ, og hún var á óðinsgötunni að taka upp lög á tölvuna hennar Evu Kaaber. Þær eru bara tvær heima og það er alveg þögn á meðan á upptökunni stendur, nema þegar þær hlusta síðan á upptökuna þá heyrist bankað þrisvar, eitthvað sem heyrðist ekki þegar á upptöku stóð, svo þær reyna aftur og hlusta svo á ný. Þá heyrist hart manneskjulegt andvarp á upptökunni, svona andvarp sem maður gefut frá sér þegar maður er alveg að kafna. Þetta var víst mjög svo raunverulegt og þess vegna gátu Evurnar ekki verið lengur á Óðinsgötunni og hröðuðu sér út, svo hringdi Eva í mig til að segja mér þetta og henni var verulega brugðið. Þær eru ekki búnar að taka yfir upptökuna og ég ætla að hlusta á þetta á morgun... Ég hringdi svo auðvitað í Laufey og hún sagði mér að svona lagað kallast víst "white noise". Elvar veit víst eitthvað voða mikið um "white noise" og ætlar Laufey að bera þetta undir hann og sjá hvað hann segir. Að hugsa sér kannski, þegar ég og Laufey sofum værum svefni, er einhver ólukkans andi, sem kemst ekki í "sumarlandið", bograndi og dæsandi yfir okkur?? Svoldið óhuggulegt allt saman. Við erum að pæla í að láta upptöku ganga alla nóttina og athuga hvort eitthvað krassandi komi út úr því, en andaglas er ekki inn í myndinni það er nokkuð ljóst... Jæja best að halda áfram að gera eitthvað, bless í bili.
Arna Björg

0 Comments:

Post a Comment

<< Home